Bestu og verstu kúrarnir fyrir heilsuna

Heilsa og mataræði | 8. janúar 2024

Bestu og verstu kúrarnir fyrir heilsuna

Margir þurfa að huga að þyngdinni með meðvituðum hætti og prófa ýmsa kúra í því skyni. US News & World tók saman lista yfir bestu og verstu kúrana fyrir árið 2024 en listinn er byggður á einkunnagjöf valinna heilsu- og næringarsérfræðinga sem sérhæfa sig einna helst í sykursýki, hjartaheilsu og þyngdartapi. Hver kúr var metinn út frá næringarviðmiðum, áhættuþáttum og ávinningum fyrir heilsu og hvort hægt sé að viðhalda lífsstílnum til langs tíma. 

Bestu og verstu kúrarnir fyrir heilsuna

Heilsa og mataræði | 8. janúar 2024

Flestir hafa prófað ýmsa megrunarkúra í gegnum tíðina - en …
Flestir hafa prófað ýmsa megrunarkúra í gegnum tíðina - en kannski ekki Miðjarðarhafskúrinn? mbl.is/Colourbox

Marg­ir þurfa að huga að þyngd­inni með meðvituðum hætti og prófa ýmsa kúra í því skyni. US News & World tók sam­an lista yfir bestu og verstu kúr­ana fyr­ir árið 2024 en list­inn er byggður á ein­kunna­gjöf val­inna heilsu- og nær­ing­ar­sér­fræðinga sem sér­hæfa sig einna helst í syk­ur­sýki, hjarta­heilsu og þyngd­artapi. Hver kúr var met­inn út frá nær­ing­ar­viðmiðum, áhættuþátt­um og ávinn­ing­um fyr­ir heilsu og hvort hægt sé að viðhalda lífs­stíln­um til langs tíma. 

Marg­ir þurfa að huga að þyngd­inni með meðvituðum hætti og prófa ýmsa kúra í því skyni. US News & World tók sam­an lista yfir bestu og verstu kúr­ana fyr­ir árið 2024 en list­inn er byggður á ein­kunna­gjöf val­inna heilsu- og nær­ing­ar­sér­fræðinga sem sér­hæfa sig einna helst í syk­ur­sýki, hjarta­heilsu og þyngd­artapi. Hver kúr var met­inn út frá nær­ing­ar­viðmiðum, áhættuþátt­um og ávinn­ing­um fyr­ir heilsu og hvort hægt sé að viðhalda lífs­stíln­um til langs tíma. 

Besti kúr­inn reynd­ist vera miðjarðar­hafs mat­ar­ræðið sem ein­blín­ir á nær­ing­ar­rík­an og fjöl­breytt­an mat. Græn­meti, hnet­ur, fisk­ur og kjúk­ling­ur er meðal þess sem neytt er á þessu mat­ar­ræði. Aðrir góðir kúr­ar voru DASH-kúr­inn, MIND-kúr­inn og Mayo Cl­inic-kúr­inn.

Neðst á list­an­um er hrá­fæðiskúr­inn sem geng­ur út á það að borða ein­göngu mat sem hef­ur ekki verið eldaður og er í sínu nátt­úru­leg­asta formi án auka­efna. Helsti ókost­ur þessa mat­ar­ræðis er að hann tak­mark­ar fæðu sem get­ur al­mennt tal­ist nær­ing­ar­rík. Það er til dæm­is oft auðveld­ara fyr­ir lík­amann að fá nær­ingu úr mat eft­ir að hann hef­ur verið eldaður. Þá er erfitt að fá nægt pró­tín með þessu mat­ar­ræði og næg­ar hita­ein­ing­ar. Tak­mark­an­irn­ar eru því marg­ar og það er tölu­vert erfitt að viðhalda þess­um lífs­stíl til langs tíma. Aðrir kúr­ar sem lentu neðarlega á list­an­um voru meðal ann­ars Her­balli­fe-kúr­ar, Dukan-kúr­inn og Atkins-kúr­inn.

mbl.is