Hvetur landa sína til að hreyfa sig á ólympíuári

Ólympíuleikarnir í París | 8. janúar 2024

Hvetur landa sína til að hreyfa sig á ólympíuári

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti í dag landa sína til að byrja að hreyfa sig daglega á ólympíuárinu en bæði Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra fara fram í Frakklandi á þessu ári.

Hvetur landa sína til að hreyfa sig á ólympíuári

Ólympíuleikarnir í París | 8. janúar 2024

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti í dag landa sína til að byrja að hreyfa sig daglega á ólympíuárinu en bæði Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra fara fram í Frakklandi á þessu ári.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti í dag landa sína til að byrja að hreyfa sig daglega á ólympíuárinu en bæði Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra fara fram í Frakklandi á þessu ári.

„Íþróttir eru gagnlegar fyrir heilsuna og fyrir margt annað, og það er líka leið til að gera Ólympíuleikana að hluta af okkar daglegu rútínu,“ sagði Macron, sem birti myndi myndskeið af sér í stuttermabol með hnefaleikahanska um öxl sér á samfélagsmiðlinum X.

Hann hvetur samlanda sína til að æfa 30 mínútur á hverjum degi og lengur ef þeir hafa tök á því. Hann segir að stjórnvöld séu að kynna íþróttir sem stórt þjóðfélagslegt mál meðal annars með því að efla íþróttakennslu í skólum landsins.

Sumarólympíuleikarnir verða settir í París eftir 200 daga en þeir hefjast 26. júlí og standa fram til 11. ágúst. Ólympíumót fatlaðra hefst síðan 28. ágúst og stendur mótið fram til 8. september.

Macron vonast til þess að Frakkland vinni til margra verðlauna á mótunum og að franskur almenningur sem ekki hefur stundað hreyfingu byrji að æfa. Hann segir að ríkisstjórnin hafi náð markmiði sem hún setti sér árið 2017 um að þrjár milljónir fleiri hreyfðu sig reglulega og nú sé stefnt að bæta þremur milljónum við árið 2027.

mbl.is