Verst klæddu stjörnurnar

Fatastíllinn | 8. janúar 2024

Verst klæddu stjörnurnar

Það voru ekki allar stjörnur sem hittu naglann á höfuðið á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið. Smekkur fólks er vissulega einstaklingsbundinn en föt stjarnanna hér fyrir neðan slógu ekki í gegn. 

Verst klæddu stjörnurnar

Fatastíllinn | 8. janúar 2024

Stjörnurnar á Golden Globe.
Stjörnurnar á Golden Globe. Samsett mynd

Það voru ekki allar stjörnur sem hittu naglann á höfuðið á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið. Smekkur fólks er vissulega einstaklingsbundinn en föt stjarnanna hér fyrir neðan slógu ekki í gegn. 

Það voru ekki allar stjörnur sem hittu naglann á höfuðið á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið. Smekkur fólks er vissulega einstaklingsbundinn en föt stjarnanna hér fyrir neðan slógu ekki í gegn. 

Jarðarför en ekki gleðskapur

Leikkonan Rosamund Pike vakti mikla athygli á rauða dreglinum. Hún var í svörtum kjól frá Dior en leit einna helst út fyrir að vera á leiðinni í jarðarför. Hún var með undarlegan hatt vegna þess að hún lenti í skíðaslysi um jólin en útfærslan vakti spurningar. 

Rosamund Pike í svörtu.
Rosamund Pike í svörtu. AFP

Hver komst í skærin?

Leik- og söngkonan Selena Gomez var í rauðum kjól frá Armani Privé. Með kjólnum leit Gomez út fyrir að vera reyna of mikið. Kjóllinn var síður en samt ekki, fleginn en samt ekki. Ekkert virtist virka hjá hönnuðum kjólsins. 

Selena Gomez í rauðum kjól.
Selena Gomez í rauðum kjól. AFP

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fleiri stjörnum sem þóttu ekki alveg sýna sínu bestu hliðar. 

Tónlistarstjarnan Billie Eilish í Willy Chavarria. Fatastíllinn er ekki allra.
Tónlistarstjarnan Billie Eilish í Willy Chavarria. Fatastíllinn er ekki allra. AFP
Leikkonan Natasha Lyonne var í hvítum kjól frá Maison Schiaparelli.
Leikkonan Natasha Lyonne var í hvítum kjól frá Maison Schiaparelli. AFP
Leikkonan Karen Gillan í öðruvísi kjól.
Leikkonan Karen Gillan í öðruvísi kjól. AFP
Helen Mirren var í aðeins of miklu fjólubláu frá Dolce …
Helen Mirren var í aðeins of miklu fjólubláu frá Dolce & Gabbana. AFP
Leikkonan Kate Beckinsale var í stuði fyrir silfur.
Leikkonan Kate Beckinsale var í stuði fyrir silfur. AFP
Meryl Streep var með stæla.
Meryl Streep var með stæla. AFP
mbl.is