Anna Eiríks selur 174 milljóna glæsihús

Heimili | 9. janúar 2024

Anna Eiríks selur 174 milljóna glæsihús

Líkamsræktardrottningin Anna Eiríksdóttir hefur sett glæsilegt 275 fm einbýlishús sitt við Fannafold í Grafarvogi á sölu. Húsið er á tveimur hæðum og var reist árið 1984.

Anna Eiríks selur 174 milljóna glæsihús

Heimili | 9. janúar 2024

Anna Eiríksdóttir hefur sett 174 milljóna glæsihús sitt í Grafarvogi …
Anna Eiríksdóttir hefur sett 174 milljóna glæsihús sitt í Grafarvogi á sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkamsræktardrottningin Anna Eiríksdóttir hefur sett glæsilegt 275 fm einbýlishús sitt við Fannafold í Grafarvogi á sölu. Húsið er á tveimur hæðum og var reist árið 1984.

Líkamsræktardrottningin Anna Eiríksdóttir hefur sett glæsilegt 275 fm einbýlishús sitt við Fannafold í Grafarvogi á sölu. Húsið er á tveimur hæðum og var reist árið 1984.

Á dögunum sagði Anna frá sölunni í Facebook-færslu. Þar segir hún húsið vera fullkomið fyrir þá sem eru með stóra fjölskyldu og vantar mörg herbergi, en eignin státar af sex svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. 

Anna er að sjálfsögðu með líkamsræktaraðstöðu heima fyrir og segist hafa notað hana sem stúdíó.

Fallegt útsýni yfir Reykjavík og Snæfellsnes

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í afar björtu alrými á efri hæð hússins, en þar er góð lofthæð og stórir gluggar með fallegu útsýni yfir Reykjavík og Snæfellsnes. Í eldhúsi má sjá stílhreina hvíta innréttingu frá Kvik með góðu skápa- og vinnuplássi. Frá alrýminu er útgengt á rúmgóðar svalir. 

Frá efri hæð er gengið niður í stórt og bjart rými sem er notað sem heilsurækt, en þaðan er útgengt á pall með heitum potti og lokuðum afgirtum garði. Á neðri hæðinni má einnig finna afar glæsilegt og rúmgott baðherbergi með marmaraflísum. Ásett verð er 174 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fannafold 57

mbl.is