Hvað segja stjörnumerkin um heilsuna?

Heilsurækt | 9. janúar 2024

Hvað segja stjörnumerkin um heilsuna?

Árið 2024 er ár umbreytinga. Nýja árið hefur að geyma tækifæri til þess að bæta líf okkar og breyta því til hins betra. Við setjum mikilvæg sambönd í forgang, stöndum við þær skuldbindingar sem hafa jákvæð áhrif á líf okkar, tileinkum okkur góðar venjur og hlúum að heilsunni.

Hvað segja stjörnumerkin um heilsuna?

Heilsurækt | 9. janúar 2024

Stjörnumerkin vilja að þú forgangsraðir hvíld og líkamsrækt í ár.
Stjörnumerkin vilja að þú forgangsraðir hvíld og líkamsrækt í ár. mbl.is/Thinkstockphotos

Árið 2024 er ár umbreytinga. Nýja árið hefur að geyma tækifæri til þess að bæta líf okkar og breyta því til hins betra. Við setjum mikilvæg sambönd í forgang, stöndum við þær skuldbindingar sem hafa jákvæð áhrif á líf okkar, tileinkum okkur góðar venjur og hlúum að heilsunni.

Árið 2024 er ár umbreytinga. Nýja árið hefur að geyma tækifæri til þess að bæta líf okkar og breyta því til hins betra. Við setjum mikilvæg sambönd í forgang, stöndum við þær skuldbindingar sem hafa jákvæð áhrif á líf okkar, tileinkum okkur góðar venjur og hlúum að heilsunni.

Heilsan hefur áhrif á alla þætti lífs okkar. Margir telja að stjörnumerkin geti verið okkur til leiðsagnar í lífinu og hjálpað okkur betur að skilja hvað við erum að kljást við hverju sinni. 

Hrútur

Þetta árið mun hrúturinn horfa inn á við og takast á við sjálfan sig. Hann þarf að taka afstöðu til þess hvaða skuldbindingar hann getur staðið við. Hvíld er mikilvæg en endurhleðsla mun þó einnig eiga sér stað yfir allt árið. Þú leitar eftir innblæstri til að blása nýju lífi í venjurnar án þess að detta í kulnun.

Góð ráð fyrir hrúta: Reyndu að setja hollan mat í forgang sem og líkamsrækt. Hlúðu að lífsstíl sem hjálpar þér að halda skýrum kolli og fær þig til að standa þig sem allra best.

Naut

Nautið verður fullt sjálfstrausts á þessu ári. Heilsa og hamingja mun fylgja nautinu svo lengi sem það fer ekki úr hófi fram í vellystingum. Það er svigrúm til þess að finna meira jafnvægi í lífinu. Allt sem viðheldur góðu jafnvægi í lífinu mun styðja við heilsuna. Nautið ætti að huga að andardrættinum, stunda jóga og hugleiðslu.

Góð ráð fyrir naut: Ef þú ert að upplifa stífleika eða verki í hálsi þá er það til marks um að þú ert fastur í viðjum vanans og þarft að breyta til.

Tvíburi

Árið togar þig í tvær áttir sem hentar tvíbura vel. Tvíburi mun sinna öllum þeim heilsuáskorunum sem hann hefur verið að hundsa upp á síðkastið. Tvíburinn mun hafa gaman af útiveru. Það að ganga í náttúrunni mun róa hugann og gefa aukinn kraft. Frá maí mánuði og áfram mun allt smella og þú upplifir líkamsrækt sem ævintýri. Þú mætir lífinu með kröftugu já-i og nýrri orku.

Góð ráð fyrir tvíbura: Leggðu áherslu á handleggina. Armbeygjur og plankar eru góðar æfingar fyrir tvíbura.

Krabbi

Þetta ár verður ár merkingaþrungra hreyfinga og upplifana. Árið verður afar annasamt. Reyndu að forðast að falla í þá gryfju að auka á andlegt álag með því að bæta stöðugt við listann þinn. Það er lykilatriði fyrir þig að minnka allt áreiti og vernda friðinn þegar þú hvílist. Um helgar gætir þú til dæmis slökkt á öllum snjalltækjum. Stundaðu þá hreyfingu sem tengir saman líkama og sál eins og kraftlyftingar, jóga eða pílates.

Góð ráð fyrir krabba: Bringan er aðalatriði krabbans. Stundaðu æfingar sem opna betur bringuna. Farðu líka í bað. Krabbar elska vatn og fá þaðan orku.

Ljón

Það er mikilvægt að ljónið sé meðvitað um helstu hvatir þess. Þannig nær ljónið fyrr sínum markmiðum hvað heilsuna varðar. Lífið verður annasamara á þessu ári. Þannig að það er mikilvægt að skilja ástæðurnar sem liggja að baki öllum heilsutengdum ákvörðunum. Þannig geturðu forðast kulnun. Í september þarftu þó að taka skref til baka og hægja á þér um stund. Svo fer allt aftur í gang.

Góð ráð fyrir ljón: Það er hjartað og efra bak sem stýrir ljóninu. Heit og köld böð virkja æðakerfið sem og þurrburstun og góðar teygjur.

Meyjan

Í ár ertu að leggja grunn að langlífi. Fyrri hluti ársins er sérstaklega mikilvægur í því skyni. Í febrúar leggur þú grunn að góðum venjum sem munu fleyta þér langt í lífinu. Það verður nóg að gera um miðbik ársins og þá er mikilvægt að geta hlúð vel að taugakerfinu og leitað sér hvíldar. Reyndu að stunda lyftingar og dragðu úr kaffidrykkju. Að lifa í núinu mun styrkja heilsuna.

Góð ráð fyrir meyjuna: Maginn og meltingin eru meyjunni mikilvæg. Passaðu hvað þú setur ofan í þig og reyndu að styrkja þarmaflóruna.

Vogin

Vogin þarf að finna gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Stundum leiðist þér líkamsræktin og hversu tilbreytingarsnauð og fyrirsjáanleg hún er. Þá þarftu að muna að það að vaxa og þroskast er ferðalag og það skiptir máli að vera samkvæmur sjálfum sér og trúr eigin markmiðum. Ávinningurinn af staðfestunni er mikill og áþreifanlegur. Ef þú ert mikið fyrir sætindi þá þarftu að finna nýjar leiðir til þess að hressa upp á lífið. Slepptu öllu því sem stendur í vegi fyrir að þú lifir þínu besta lífi.

Góð ráð fyrir vogina: Neðra bak er áherslustaður vogarinnar. Þú finnur til þar ef þú hefur verið að setja þarfir annarra í forgang á eigin kostnað.

Sporðdreki

Sporðdrekinn þarf að festa niður tíma fyrir hvíld því árið lítur út fyrir að vera mjög annasamt. Þá reynir á hæfileikann til þess að skapa stöðugleika og jafnvægi. Stundum getur styrkleikinn þinn verið til trafala, það er annað hvort allt eða ekkert. En stjörnurnar eru stilltar þannig að þú færð innblástur til þess að finna jafnvægi í lífinu og ástunda venjur sem ýta undir stöðugleika.

Góð ráð fyrir sporðdreka: Kynlíf og almenn ánægja eru sporðdrekanum mikilvæg. Þess vegna þarf sporðdrekinn að leggja áherslu á svefn til þess að hafa stjórn á tilfinningum sínum.

Bogmaður

Þetta ár mun færa bogmanninum tækifæri til þess að endurmeta skuldbindingar. Nærvera bogmannsins er mikil og það er gott fyrir hann að stunda líkamsrækt sem nærir sál og líkama frekar en bara að tikka í box. Bogmaðurinn þarf að finna sitt flæði án þess að ofkeyra sig. Það gæti til dæmis verið ákjósanlegt að bóka sér tíma í heilsulind eða í heilsuathvarf sérstaklega í október eða nóvember.

Góð ráð fyrir bogmenn: Mjaðmir og læri eru áherslusvæði bogmannsins. Þar geyma þeir allar tilfinningar sínar. Ef þú ert stirður í mjöðmum þá gæti það þýtt að þú þarft að róa þig í græðginni.

Steingeitin

Steingeitin ætti að stíga út fyrir þægindarammann í ár og prófa nýjar tegundir æfinga. Þar sem steingeitin er mjög heimakær þá gæti það gæti áhugavert fyrir hana að setja upp lítið æfingasvæði á heimilinu og þannig nær hún að nýta tímann betur. En steingeitin elskar fátt meira en gott skipulag og hámarksnýtingu á tíma. Fyrri helmingur ársins fer í það að byggja upp góðar venjur sem sameina hug, líkama og næringu. Þannig fær steingeitin orku til að vaða áfram.

Góð ráð fyrir steingeit: Hné og bein skipta steingeitinni máli. Stöðugleiki, sveigjanleiki og hreyfanleiki eru orð að sönnu. Steingeitin ætti að fara í bað með epsom söltum og taka inn kollagen og D-vítamín.

Vatnsberi

Eitt skref í einu er mottó vatnsberans þegar kemur að heilsutengdum markmiðum. Notaðu árið til þess að leggja góðan grunn að bættri heilsu og finna mikilvægt jafnvægi. Þú munt þrá hvíld og ferð í frí seint á árinu. 

Góð ráð fyrir vatnsbera: Fætur tákna stöðugleika. Hlúðu að ökklanum og gerðu æfingar sem styrkja hann.

mbl.is