„Mín tilfinning er sú að ástandið á eldri borgurum hérna á Akureyri hafi versnað mikið eftir covid-faraldurinn,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við Morgunblaðið.
„Mín tilfinning er sú að ástandið á eldri borgurum hérna á Akureyri hafi versnað mikið eftir covid-faraldurinn,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við Morgunblaðið.
„Mín tilfinning er sú að ástandið á eldri borgurum hérna á Akureyri hafi versnað mikið eftir covid-faraldurinn,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við Morgunblaðið.
„Ég hef enga sönnun fyrir því, en að mínu viti hefur ekki verið gerð nein rannsókn á því. En sem öldrunarlæknir þá hitti ég fólk á göngudeild og ég hef tekið eftir því hjá mínum sjúklingum, sem ég hef verið að fylgja eftir, að þeim hefur hrakað meira en ég hefði búist við á þessu tímabili.“
Hún segir að það geti verið skýring að í kjölfar faraldursins hafi eldra fólk dregið sig meira út úr því að taka þátt í félagsstarfi og öðru slíku sem það gerði kannski áður.
„En svo höfum við líka það sem við getum mælt og er óeðlilegt, sem er fjölgun innlagna, sem við gerðum úttekt á. Það er mjög áberandi hvað innlögnum á sjúkrahúsið hefur fjölgað hjá þessum elsta aldurshópi, yfir 75 ára, eða um 20-25% fjölgun í þeim aldurshópi en það er ekki nema 9% í innlögnum á sjúkrahúsið í heild,“ segir Ragnheiður, en fjallað er um málið í Læknablaðinu. Könnunin nær aftur til 2019 og sýnir stigvaxandi aukningu hjá þessum elsta hópi.
Ragnheiður er spurð hvort hluti skýringar á fjölgun innlagna elsta hópsins gæti líka tengst þeirri áralöngu stefnu að hafa eldri borgara sem lengst heima hjá sér og frekar einbeita sér að heimahjúkrun, jafnvel þótt eldra fólk búi eitt og búi þá við mikla einsemd.
„Það er einn þáttur í þessu. Búið er að fækka hjúkrunarrýmum hér á Akureyri vegna myglu sem kom upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Það þýðir að fólk sem bjargar sér ekki eitt heima hefur lent á sjúkrahúsinu. Engir aðrir aðilar en öldrunarheimili eða sjúkrahúsin hafa getað sinnt fólki allan sólarhringinn. Svo hefur líka verið skortur á heimahjúkrun.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 11. janúar.