Gæti náð hámarki eftir nokkra daga

Grímsvötn | 11. janúar 2024

Gæti náð hámarki eftir nokkra daga

Verið er að endurskoða hvort færa eigi fluglitakóðann yfir Grímsvötnum upp í gulan. Kóðinn er grænn eins og er en lítið jökulhlaup er hafið úr eldstöðinni sem er fyrirboði eldgoss.

Gæti náð hámarki eftir nokkra daga

Grímsvötn | 11. janúar 2024

Búist er við litlu jökulhlaupi.
Búist er við litlu jökulhlaupi. mbl.is/RAX

Verið er að endurskoða hvort færa eigi fluglitakóðann yfir Grímsvötnum upp í gulan. Kóðinn er grænn eins og er en lítið jökulhlaup er hafið úr eldstöðinni sem er fyrirboði eldgoss.

Verið er að endurskoða hvort færa eigi fluglitakóðann yfir Grímsvötnum upp í gulan. Kóðinn er grænn eins og er en lítið jökulhlaup er hafið úr eldstöðinni sem er fyrirboði eldgoss.

Gulur kóði þýðir að eldstöð sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Grænn kóði merkir að eldstöðin sé virk en engar vísbendingar séu um að gos sé væntanlegt.

Engin rafleiðni

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir enga rafleiðni hafa mælst í vatninu en hlaupið er talið munu koma undan Skeiðarárjökli og renna í Gígjukvísl.

Búist er við að hlaupið nái hámarki eftir nokkra daga, eða fljótlega eftir helgi. Kæmi hámarksrennsli fram einum til tveimur sólarhringum seinna í Gígjukvísl. 

Eins og áður sagði er búist við litlu hlaupi úr Grímsvötnum.

Spurð hvernig Veðurstofan meti slíkt segir Lovísa Mjöll mælakerfi sem vakti Grímsvötn nema hæðarbreytingar á jöklinum. Er þannig hægt að áætla hvort mikið eða lítið vatnsmagn hafi safnast fyrir. 

Býst við eldgosi á næstu misserum

Stærsti skjálfti sem mælst hef­ur frá upp­hafi mæl­inga við Grím­svötn reið yfir í morg­un og var að minnsta kosti 4,3 að stærð, sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stofu Íslands.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, kveðst búast við eldgosi á næstu misserum. Erfitt sé þó að segja til um hvenær það verði.

mbl.is