Fluglitakóðinn yfir Grímsvötnum hefur verið færður upp á gulan, þar sem jökulhlaup er hafið.
Fluglitakóðinn yfir Grímsvötnum hefur verið færður upp á gulan, þar sem jökulhlaup er hafið.
Fluglitakóðinn yfir Grímsvötnum hefur verið færður upp á gulan, þar sem jökulhlaup er hafið.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Kóðinn var grænn fyrr í dag sem þýddi að engar vísbendingar væru um að eldgos væri væntanlegt.
Nú er hann orðinn gulur, sem þýðir að eldstöð sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand.
Jarðskjálfti reið yfir við Grímsfjall í morgun og er sá stærsti við eldstöðina Grímsvötn frá upphafi mælinga 1991.
Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum og auknar líkur eru á gosi í eldstöðinni, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.