Árás Breta og Bandaríkjamanna gegn skæruliðadeild Húta í Jemen er hafin. Er árásin gerð í þeim tilgangi að vernda alþjóðlegar siglingaleiðir á Rauðahafi. Bresk flugvél og skip konunglega sjóhersins munu taka þátt í aðgerðunum.
Árás Breta og Bandaríkjamanna gegn skæruliðadeild Húta í Jemen er hafin. Er árásin gerð í þeim tilgangi að vernda alþjóðlegar siglingaleiðir á Rauðahafi. Bresk flugvél og skip konunglega sjóhersins munu taka þátt í aðgerðunum.
Árás Breta og Bandaríkjamanna gegn skæruliðadeild Húta í Jemen er hafin. Er árásin gerð í þeim tilgangi að vernda alþjóðlegar siglingaleiðir á Rauðahafi. Bresk flugvél og skip konunglega sjóhersins munu taka þátt í aðgerðunum.
Telegraph greinir frá.
Þessi ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna kemur í kjölfar árásar Húta á flutningaskip á þriðjudag sem var sú stærsta frá því þeir hófu árásir sínar á alþjóðlegar siglingaleiðir á Rauðahafi.
Þá skaut Bandaríkjaher ásamt Bretum niður átján árásardróna, tvær stýriflaugar og eina eldflaug.
Hútar hafa gert 26 árásir á Rauðahafi og hafa þær beinst að flutningaskipum sem þeir segja að hafi tengsl við Ísrael eða séu skip í eigu vinaþjóða Ísraels. Hútar gera þessar árásir til stuðnings við hryðjuverkasamtökin Hamas og eru Hútar studdir af klerkastjórninni í Íran.
Rauðahafið er ein mikilvægasta sjóleiðin á milli Asíu og Evrópu fyrir olíu- og eldsneytisflutninga, sem og neysluvörur.
Í desember var sett á fót sameiginleg varnaraðgerð fleiri en 20 ríkja undir forystu Bandaríkjanna sem hafa samið um að reyna verja skip á þessu svæði frá árásum Húta.
Nefnist sú aðgerð „Operation Prosperity Guardian“ (OPG), lauslega þýtt á íslensku sem „Velmegunarvarðaraðgerðin“.