Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga til að kanna starfsemi vöggustofa.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga til að kanna starfsemi vöggustofa.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga til að kanna starfsemi vöggustofa.
Hlutverk og verkefni nefndarinnar verður að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979, þar á meðal með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili. Nefndin mun geta ráðið sér starfsmann.
Á síðasta ári komst nefnd, sem borgin skipaði til að rannsaka starfsemi vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík árin 1949 til 1973, meðal annars að því börn hafi í ýmsum tilvikum sætt illri meðferð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á tímabilum frá 1963 til 1967.
Lagði nefndin meðal annars til að borgarráð myndi meta hvort tilefni væri til halda áfram frekari rannsókn.