Lýsa yfir óvissustigi vegna jökulhlaupsins

Grímsvötn | 11. janúar 2024

Lýsa yfir óvissustigi vegna jökulhlaupsins

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups í Grímsvötnum.

Lýsa yfir óvissustigi vegna jökulhlaupsins

Grímsvötn | 11. janúar 2024

Sérfræðingar búast við eld­gosi í Grímsvötnum.
Sérfræðingar búast við eld­gosi í Grímsvötnum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups í Grímsvötnum.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups í Grímsvötnum.

Þetta gerir hann í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, að því er kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að Veðurstofa meti að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu miðað við það vatnsmagn sem safnast hefur í Grímsvötnum.

Biðla til ferðafólks austur af Grímsfjalli

Eins og mbl.is greindi fyrst frá í morgun er jökulhlaup hafið í Grímsvötnum og eldgos þar af leiðandi talið líklegt.

Magnús Tumi Guðmunds­son­, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, sagði við mbl.is fyrr í dag að eldgos í Grímsvötnum yrði sprengigos sem myndi líklegast raska flugumferð.

Almannavarnir segja að ferðaleiðir austur af Grímsfjalli geti verið varhugaverðar vegna myndunar á sprungum og sigkötlum. Því segjast þær biðla til ferðafólks að gæta varúðar á þessu svæði.

Fluglitakóði orðinn gulur

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að fluglitakóði yfir Grímsvötnum hefði verið hækkaður upp á gulan vegna jökulhlaupsins, sem þýðir að eld­stöð sýni merki um virkni um­fram venju­legt ástand. 

Í morgun mældist stærsti skjálfti frá upphafi mælinga í Grímsfjalli en hann var 4,3 að stærð.

Eldgos þykir jafnvel líklegast á næstu klukkustundum eða sólarhringum, ef af því verður.

mbl.is