Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað fyrir um árásirnar á Jemen í nótt, sem bein viðbrögð við fordæmalausum árásum á alþjóðlegan skipaflota í Rauðahafi undanfarið.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað fyrir um árásirnar á Jemen í nótt, sem bein viðbrögð við fordæmalausum árásum á alþjóðlegan skipaflota í Rauðahafi undanfarið.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað fyrir um árásirnar á Jemen í nótt, sem bein viðbrögð við fordæmalausum árásum á alþjóðlegan skipaflota í Rauðahafi undanfarið.
CNN greinir frá.
„Í dag, samkvæmt minni skipun, hóf Bandaríkjaher ásamt breska hernum með stuðningi frá Ástralíu, Barein, Kanada og Hollandi, skipulagðar loftárásir á fjölda skotmarka í Jemen, sem Hútar hafa nýtt til að stofna frelsi til siglinga í hættu á einni mikilvægustu siglingaleið heims,“ er haft eftir forsetanum í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.
Jafnfram er haft eftir honum að hann muni ekki hika við að skipa fyrir um frekari aðgerðir til að vernda fólk og frítt flæði alþjóðaviðskipta ef nauðsyn krefji.
Haft er eftir Alex Grynkewich, hershöfðingja og yfirmanni í bandaríska flughernum að árásirnar hafi beinst að yfir 60 skotmörkum á 16 staðsetningum sem Hútar ráði yfir, þar á meðal stjórn- og eftirlitsstöðvum, skotvopnageymslum, eldflaugakerfum, framleiðslustöðum og loftvarnarratsjárkerfum. Notast hafi verið við yfir 100 stýriskotfæri af ýmsum gerðum.
„Við vorum alls ekki að miða á íbúabyggð. Við einbeittum okkur að mjög sérstökum skotmörkum á mjög sérstökum svæðum með mjög nákvæmum aðferðum,“ er haft eftir öðrum yfirmanni innan bandaríkjahers.