„Ekki minnast á þetta!“

Íslendingar hita upp | 12. janúar 2024

„Ekki minnast á þetta!“

„Þetta er með því stærra sem maður hefur séð og stemningin er algjörlega mögnuð,“ sagði stjórnmálakonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, landsliðsmann Íslands í handknattleik, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

„Ekki minnast á þetta!“

Íslendingar hita upp | 12. janúar 2024

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Binni

„Þetta er með því stærra sem maður hefur séð og stemningin er algjörlega mögnuð,“ sagði stjórnmálakonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, landsliðsmann Íslands í handknattleik, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

„Þetta er með því stærra sem maður hefur séð og stemningin er algjörlega mögnuð,“ sagði stjórnmálakonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, landsliðsmann Íslands í handknattleik, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Þorgerður Katrín, sem er 58 ára gömul, hefur farið á fjölda stórmóta hjá landsliðinu en sonur hennar Gísli Þorgeir er lykilmaður íslenska liðinu og var meðal annars útnefndur íþróttamaður ársins 2023.

„Það er stutt í leik og ég er svo sannarlega komin með hnút í magann eins og margir aðrir geri ég ráð fyrir. Eins og ég sagði samt áðan þá er stemningin mögnuð og það veit svo sannarlega á gott,“ sagði Þorgerður.

Gríðarlega metnaðarfullur

Gísli Þorgeir er nýkominn aftur af stað eftir að hafa farið úr axlarlið á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í sumar þar sem hann varð Evrópumeistari með Magdeburg en Þorgerður var spurð að því hvort það færi ekkert um hana í stúkunni þegar hann keyrir á varnarmenn mótherjana.

„Úff, ekki minnast á þetta! Gísli er þannig gerður að hann gerir bara það sem þarf að gera og þannig hefur hann alltaf verið. Hann veit svo sannarlega hvað hann getur og hann er gríðarlega metnaðarfullur, sérstaklega þegar kemur að íslenska landsliðinu. Hann mun geta allt sitt til þess að liðið nái markmiðum sínum á mótinu í ár. 

Það er eitthvað í loftinu hérna, einhver fegurð, en ég ætla ekki að segja meira en það. Stemningin er frábær og samstaðan og samkenndin er svo sannarlega til staðar,“ bætti Þorgerður Katrín við í samtali við mbl.is.

mbl.is