„Þetta er alltaf strákurinn okkar,“ sagði Pálmar Sigurðsson, faðir landsliðsfyrirliðans og handboltakappans Arons Pálmarssonar, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.
„Þetta er alltaf strákurinn okkar,“ sagði Pálmar Sigurðsson, faðir landsliðsfyrirliðans og handboltakappans Arons Pálmarssonar, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.
„Þetta er alltaf strákurinn okkar,“ sagði Pálmar Sigurðsson, faðir landsliðsfyrirliðans og handboltakappans Arons Pálmarssonar, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.
Ísland mætir Serbíu í upphafsleik sínum í C-riðli Evrópumóts karla í handknattleik í Ólympíuhöllinni í München klukkan 17 en leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.
Elsa Hrönn Reynisdóttir, móðir Bjarka Más Elíssonar, Danny Tobar Valencia, bróðir Stivens Tobar Valencia, Arndís Heiða Einarsdóttir og Pálmar Sigurðsson foreldrar landsliðsfyrirliðans Arons Pálmarssonar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, voru öll mætt á Hofbräuhaus til þess að hita upp fyrir landsleikinn.
Þau ræddu við mbl.is um möguleika Íslands gegn Serbíu og hvernig það væri að fylgjast með fjölskyldumeðlimum sínum úr stúkunni.