Fullir bjartsýni og sannfærðir um vertíð

Loðnuveiðar | 12. janúar 2024

Fullir bjartsýni og sannfærðir um vertíð

Þrátt fyrir að líkur á loðnuvertíð virðast ekki ýkja miklar þá leyfa starfsmenn Síldarvinnslunnar sér ekki að bugast af svartsýni og hafa hafið undirbúning að loðnuvertíð af fullum krafti.

Fullir bjartsýni og sannfærðir um vertíð

Loðnuveiðar | 12. janúar 2024

Loðnan streymir um borð í Börk NK á síðustu loðnuvertíð.
Loðnan streymir um borð í Börk NK á síðustu loðnuvertíð. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Þrátt fyrir að líkur á loðnuvertíð virðast ekki ýkja miklar þá leyfa starfsmenn Síldarvinnslunnar sér ekki að bugast af svartsýni og hafa hafið undirbúning að loðnuvertíð af fullum krafti.

Þrátt fyrir að líkur á loðnuvertíð virðast ekki ýkja miklar þá leyfa starfsmenn Síldarvinnslunnar sér ekki að bugast af svartsýni og hafa hafið undirbúning að loðnuvertíð af fullum krafti.

„Hér eru menn að gera allt klárt fyrir loðnuvertíð og sannfærðir um að það verði vertíð,“ segir Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í færslu á vef útgerðarinnar.

„Það er verið að þrífa allt hátt og lágt og vinna að hefðbundnum lagfæringum sem ávallt þarf að sinna á milli vertíða. Á loðnuvertíð starfa um 50 manns í fiskiðjuverinu en það er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Loðnuvertíðin er alltaf skemmtilegur tími en í reyndinni hefur hver vertíð sinn sjarma. Í ár er ekki gert ráð fyrir mikilli hrognaframleiðslu enda var mikið framleitt af loðnuhrognum á síðustu vertíð.“

Geir Sigurpáll segir fastráðna starfsmenn verða komna til starfa um miðjan janúar, en ekki hefur verið kallað á vertíðarfólk til vinnu ennþá. „Menn þurfa að hafa eitthvað fast í hendi áður en það er boðað til starfa. Nú hefst loðnuleit á næstu dögum og hér bíða allir spenntir, en jafnframt bjartsýnir.“

Allt þarf að vera klárt fyrir loðnuvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar …
Allt þarf að vera klárt fyrir loðnuvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar áður en loðnuvertíð hefst. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Engar vísbendingar í leiðöngrum

Upphafsráðgjöf um að engar loðnuveiðar fiskveiðiárið 2023/2024 byggði á haustmælingu ungloðnu 2022. Bundnar voru vonir við að haustmæling 2023 myndir skila niðurstöðum sem gæfu von um væna loðnuvertíð. Það varð þó ekki raunin og tilkynnti Hafrannsóknastofnun 4. október síðastliðinn að ráðgjöf stofnuninarinnar um engar veiðar yrði óbreytt.

Haldið var í viðbótarleiðangur í desember sem kostaður var af uppsjávarútgerðunum. Ekki mældist loðna í nægilegu magni til að breyta ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Haldið verður í hefðbundna vetrarmælingu á næstu dögum eða vikum og munu niðurstöður hennar verða til grundvallar endanlegrar ráðgjafar.

Þar sem lítil loðna mældist í leiðangrinum síðasta haust er einnig upphafsráðgjöfin fyrir vertíðina 2024/2025 að engar loðnuvertíðar verða stundaðar.

mbl.is