Eldstöðin í Grímsvötnum er komin að þolmörkum, að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings, sem bendir á að stóri skjálftinn sem reið yfir í vikunni gæti hafa myndað farveg fyrir kviku til að leita upp. Fyrirvarinn fyrir gos gæti orðið stuttur en gosið yrði samt lítið.
Eldstöðin í Grímsvötnum er komin að þolmörkum, að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings, sem bendir á að stóri skjálftinn sem reið yfir í vikunni gæti hafa myndað farveg fyrir kviku til að leita upp. Fyrirvarinn fyrir gos gæti orðið stuttur en gosið yrði samt lítið.
Eldstöðin í Grímsvötnum er komin að þolmörkum, að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings, sem bendir á að stóri skjálftinn sem reið yfir í vikunni gæti hafa myndað farveg fyrir kviku til að leita upp. Fyrirvarinn fyrir gos gæti orðið stuttur en gosið yrði samt lítið.
Eins og mbl.is hefur greint frá er lítið jökulhlaup hafið í Grímsvötnum og gos talið líklegt, einkum þegar hlaupinu lýkur en það er talið munu ná hámarki á sunnudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hlaupsins.
Þorvaldur, sem er prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að það sé erfitt að segja til um hvort gjósi eða ekki.
„Þetta er náttúrulega lítið jökulhlaup og mér finnst ólíklegt að það sé að fara að triggera gosið [þ.e. hleypa því af stað],“ segir hann í samtali við mbl.is en bendir á að gos sé samt afar líklegt.
„Eldstöðin er komin á þolmörk hvað eldgos varðar. En það getur annars gosið hvenær sem er. Hvort þetta muni hleypa henni af stað er erfitt að segja til um,“ segir prófessorinn.
Spurður nánar út í hvað hann eigi við um að eldstöðin sé „komin á þolmörk“ nefnir Þorvaldur þrjú atriði: Grímsvötn gjósa að meðaltali einu sinni eða tvisvar á hverjum áratug en seinast gaus fyrir tæplega 13 árum, landris er meira en það var að hámarki fyrir síðasta gos og skjálftavirkni hefur aukist á umliðnum árum.
„En ef það verður gos, verður það líklega frekar lítið gos. Sem stendur í kannski þrjá, fóra, fimm daga,“ segir Þorvaldur.
„Gjóskufallið verður meira og minna bara á jökulinn. Þannig áhrifin á gosinu verða alveg í lágmarki,“ bætir hann við. Hátt í 90% gjóskunnar úr síðustu Grímsvatnagosum hafi fallið á Vatnajökul.
Á fimmtudagsmorgun reið yfir stærsti skjálfti sem mælst hefur í Grímsvötnum frá upphafi mælinga 1991. Skjálftinn var um 4,3 að stærð.
„Það [skjálftinn stóri] segir okkur að það er búið að byggja upp einhverja spennu þarna. Þú varst að losa um hana,“ útskýrir eldfjallafræðingurinn.
„Ef þú losar um spennu þá geturðu náttúrulega líka búið til farveg fyrir kviku til að finna sér leið til yfirborðs,“ bætir Þorvaldur við.
Hvernig yrði fyrirvarinn?
„Við myndum sjá skjálftavirkni aukast. Það myndi koma hrina,“ segir hann. „Kannski ekki endilega stórir skjálftar. Þetta yrðu bara tíðir skjálftar,“ svarar Þorvaldur.
„Fyrirvarinn getur verið mjög stuttur,“ bætir hann við.
Fyrirvarinn í síðasta Grímsvatnagosi 2011 var ekki nema um ein klukkustund. Grímsvatnagos myndi þó hafa nánast engin áhrif í byggð.
Gosmökkurinn í byrjun gossins gæti náð 12 kílómetra hæð og myndi þannig raska flugumferð. Þess vegna hefur Veðurstofan fært fluglitakóðann yfir Grímsvötum upp á gulan.