Karen hans Björgvins Páls heldur stórmótspartí

Uppskriftir | 12. janúar 2024

Karen hans Björgvins Páls heldur stórmótspartí

Fyrsti leikur íslenska handboltalandliðsins á EM fer fram í Munchen í dag, föstudaginn 12. Janúar, klukkan 17.00. Þjóðin fylgist með og er orðin spennt en fjölskyldur landsliðsmanna eru ekki síður spenntar og farnar að setja sig í stellingar að fylgja sínum mönnum eftir.

Karen hans Björgvins Páls heldur stórmótspartí

Uppskriftir | 12. janúar 2024

Ríkidæmið hans Björgvins Páls Gústavssonar, eiginkona hans Karen Einarsdóttir og …
Ríkidæmið hans Björgvins Páls Gústavssonar, eiginkona hans Karen Einarsdóttir og börnin, Emilía, Emma, Eva og Einar Leó, ætla að horfa á leikinn á skjánum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti leikur íslenska handboltalandliðsins á EM fer fram í Munchen í dag, föstudaginn 12. Janúar, klukkan 17.00. Þjóðin fylgist með og er orðin spennt en fjölskyldur landsliðsmanna eru ekki síður spenntar og farnar að setja sig í stellingar að fylgja sínum mönnum eftir.

Fyrsti leikur íslenska handboltalandliðsins á EM fer fram í Munchen í dag, föstudaginn 12. Janúar, klukkan 17.00. Þjóðin fylgist með og er orðin spennt en fjölskyldur landsliðsmanna eru ekki síður spenntar og farnar að setja sig í stellingar að fylgja sínum mönnum eftir.

Eiginkona Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmanns í handbolta, Karen Einarsdóttir, ætlar að horfa á fyrstu tvo leikina heima og bjóða heim í stórmótspartí meðan fylgst er með leikjunum á skjánum. Karen og Björgvin eiga fjögur börn sem öll dýrka að fylgjast með pabba sínum á vellinum og hvetja hann til dáða.

Karenu finnst allra skemmtilegast að bjóða vinum krakka heim í partí þegar leikirnir eru sýndir í beinni og býður þá ávallt upp á kræsingar við hæfi. Hún er búin að ákveða hvað verður boðið upp á með leiknum í dag en það verður einn af hennar uppáhaldsréttum þessa dagana.

Horfa á fyrstu tvo leikina heima en síðan úti

Ætlar þú að fylgjast með eiginmanninum og strákunum okkar á EM heima eða fara út? 

„Ég ætla að horfa á fyrstu tvo leikina heima, en svo ætlum við krakkarnir að fara út og sjá síðasta leikinn í riðlinum. Ef þeir komast áfram í milliriðilinn þá förum við með til Kölnar,“ segir Karen og er orðin afar spennt að komast út að fylgjast með sínum manni.

Áttu von á því að þeir komist áfram í keppninni?

„Já, ég hef fulla trú á þeim eins og alltaf. Held þeir eigi eftir að eiga gott mót, liðsheildin er frábær og þjálfararnir æðislegir svo þetta getur ekki klikkað.“

Uppáhalds stórmótspartíin að horfa á leikina með krökkunum

Býður þú í partí þegar leikir eru í gangi ef þú er heima?

„Já, stundum bjóðum við í smá partí en best finnst mér að horfa með krökkunum og jafnvel bjóða vinum þeirra að horfa með. Það eru uppáhalds stórmótspartíin mín.“

Býður þú á upp á kræsingar?

„Já, hvort sem við erum með gesti eða bara við fjölskyldan að þá erum við alltaf með mismunandi kræsingar. Snakk og súkkulaði er alltaf vinsælt og jafnvel að skella í eina eðlu. Stundum skerum við niður grænmeti með ídýfu eða poppum. Reynum að hafa fjölbreytni enda leikur annan hvern dag.“

Uppáhaldspartírétturinn hennar Karenar þessa dagana er bakaður Dalabrie með pekanhnetum …
Uppáhaldspartírétturinn hennar Karenar þessa dagana er bakaður Dalabrie með pekanhnetum og hann verður í boði meðan strákarnir spila fyrsta leikinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bakaður Dalabrie uppáhaldsrétturinn

Ertu til í að svipta hulunni af þínum uppáhaldsrétti sem á vel við þegar horft er á handboltaleik á skjánum?

„Þessa stundina er uppáhaldsrétturinn minn bakaður Dala Brie í ofni. Einfaldur og góður partíréttur sem maður fær ekki nóg af.“

Girnilegur bakaður ostur hjá Karenu sem freistar bragðlaukanna.
Girnilegur bakaður ostur hjá Karenu sem freistar bragðlaukanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bakaður Dalabrie með pekanhnetum

  • 1 stk. Dalabrie ostur
  • Hlynsýróp eða agave-síróp eftir smekk
  • 50 g pekanhnetur saxaðar
  • Saltað kex eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 200°C hita.
  2. Setjið Dalabrie í eldfast mót.
  3. Stráið pekanhnetunum ofan á og í kringum ostinn og hellið svo hlynsírópi eða agave-sírópi (eftir því sem þið eigið í skápnum) yfir.
  4. Bakið í ofni við 200°C í um það bil tíu mínútur.
  5. Berið fram á skemmtilegan hátt og skreytið með hnetum og kexi að vild. 
mbl.is