Óróinn eykst í Grímsvötnum

Grímsvötn | 12. janúar 2024

Óróinn eykst í Grímsvötnum

Órói vegna jökulhlaups eykst í Grímsvötnum. Það gerir vatnshæðin í Gígjukvísl einnig. Jökulhlaupið nær sennilega hámarki um helgina en skjálftavirkni er þó lítil.

Óróinn eykst í Grímsvötnum

Grímsvötn | 12. janúar 2024

Horft yfir Grímsvötn.
Horft yfir Grímsvötn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Órói vegna jökulhlaups eykst í Grímsvötnum. Það gerir vatnshæðin í Gígjukvísl einnig. Jökulhlaupið nær sennilega hámarki um helgina en skjálftavirkni er þó lítil.

Órói vegna jökulhlaups eykst í Grímsvötnum. Það gerir vatnshæðin í Gígjukvísl einnig. Jökulhlaupið nær sennilega hámarki um helgina en skjálftavirkni er þó lítil.

Þetta segja náttúruvársérfræðingar við mbl.is en eins og greint var frá í gær er lítið jökulhlaup hafið í Grímsvötnum, virkustu eldstöð Íslands.

„Það [vatnshæðin] heldur áfram vaxa við Gígjukvísl og óróinn á Grímsvatni heldur áfram vaxa,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Jökulhlaupið nái hámarki um helgina

„Þannig að það [jökulhlaupið] hefur ekki náð hámarki enn þá,“ bætir hún við.

Aðspurð segir hún að búist sé við því að hlaupið nái hámarki um helgina. Hún segir að sé líklegast þegar jökulhlaup er á enda en það er samt „alls ekkert víst heldur“. 

Hún bendir þá einnig á að það sé óalgengt að jökulhlaup hleypi af stað gosi. Það hafi í raun aðeins gerst tvisvar, 1934 og 2004.

„Þegar það nær hámarki er það 1000 rúmmetrar á sekúndu,“ býst Sigríður við. 

Vatnshæð hefur aukist um 70 sentimetra.
Vatnshæð hefur aukist um 70 sentimetra. Kort/Veðurstofa Íslands

„Pínulitlir“ skjálftar

Sigríður Kristjánsdóttir, sem eins og nafni sinn er einnig náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni, segir að það hafi verið mjög lítil skjálftavirkni á Grímsvötnum í dag.

„Það eru í raun bara tveir pínulitlir skjálftar sem hafa mælst,“ segir hún við mbl.is.

Í gærmorgunn mældist stærsti skjálfti sem mælst hefur í Grímsvötnum frá upphafi mælinga 1991. Skjálftinn var um 4,3 að stærð.

Óvissustigi lýst yfir

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jök­ul­hlaups í Grím­svötn­um.

Fluglitakóði yfir eldstöðinni hefur verið færður upp á gulan en talið er að gos í Grímsvötnum myndi raska flugumferð, þar það yrði sprengigos.

Raf­leiðni í Gígju­kvísl er byrjuð að aukast lít­il­lega og hef­ur vatns­magn í ánni vaxið jafnt og þétt á síðustu tveim­ur sól­ar­hring­um.

mbl.is