Rafleiðni í Gígjukvísl er byrjuð að aukast lítillega og hefur vatnsmagn í ánni vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur sólarhringum.
Rafleiðni í Gígjukvísl er byrjuð að aukast lítillega og hefur vatnsmagn í ánni vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur sólarhringum.
Rafleiðni í Gígjukvísl er byrjuð að aukast lítillega og hefur vatnsmagn í ánni vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur sólarhringum.
Hefur vatnshæðin risið um rúma 70 sentimetra á þeim tíma samkvæmt mælum á brúnni við Þjóðveg 1.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að rafleiðni í ánni sé merki um aukið magn hlaupvatns í ánni en leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna og efnasambanda.
Engin skjálftavirkni hefur mælst í Grímsvötnum eða hlaupfarveginum undir Skeiðárjökli síðan í gær en hlaupórói vex stöðugt á Grímsfjalli sem er merki um að rennsli sé enn að aukast úr Vötnunum.
Búist er við að jökulhlaupið nái hámarki í Grímsvötnum um eða eftir helgina og komi fram í Gígjukvísl einum til tveimur sólarhringum síðar.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að mesta þrýstingsbreytingin yrði í eldstöðinni þegar vötnin væru við það að tæma sig. Væru þá mestar líkur á eldgosi. Gæti það gerst á næstu sólarhringum.