Sjö bestu bjórhallirnar í Munchen

Bjórmenning | 12. janúar 2024

Sjö bestu bjórhallirnar í Munchen

Sérsveitin sem er stuðningssveit íslenska landsliðsins í handknattleik er mætt til Munchen borgar og hyggst hún tryggja að stemningin fyrir leikina verði hreint út sagt frábær í alla staði. Sérsveitin hefur skipulagt upphitun fyrir stuðningsmenn Íslands á Hofbräukeller, Innere Wiener Straße 19, Munich, Germany.

Sjö bestu bjórhallirnar í Munchen

Bjórmenning | 12. janúar 2024

Ef þú ert í Munchen og vilt þjóra bæverskan mjöð …
Ef þú ert í Munchen og vilt þjóra bæverskan mjöð og njóta bæverskar bjórmenningar og rölta á milli öldurhúsa þá skaltu heimsækja einhverjar af eftirfarandi bjórhöllum í Munchen borg. Samsett mynd

Sér­sveit­in sem er stuðnings­sveit ís­lenska landsliðsins í hand­knatt­leik er mætt til Munchen borg­ar og hyggst hún tryggja að stemn­ing­in fyr­ir leik­ina verði hreint út sagt frá­bær í alla staði. Sér­sveit­in hef­ur skipu­lagt upp­hit­un fyr­ir stuðnings­menn Íslands á Hof­bräu­kell­er, Inn­ere Wiener Straße 19, Munich, Ger­many.

Sér­sveit­in sem er stuðnings­sveit ís­lenska landsliðsins í hand­knatt­leik er mætt til Munchen borg­ar og hyggst hún tryggja að stemn­ing­in fyr­ir leik­ina verði hreint út sagt frá­bær í alla staði. Sér­sveit­in hef­ur skipu­lagt upp­hit­un fyr­ir stuðnings­menn Íslands á Hof­bräu­kell­er, Inn­ere Wiener Straße 19, Munich, Ger­many.

Hins veg­ar ef þú vilt þjóra bæ­versk­an mjöð og njóta bæ­versk­ar bjór­menn­ing­ar og rölta á milli öld­ur­húsa þá skaltu heim­sækja endi­lega ein­hverj­ar af eft­ir­far­andi bjór­höll­um í Munchen borg. Flest­ir þess­ara bjór­halla brugga sinn eig­in bjór og á sama tíma get­ur þú notið bæ­verskr­ar gest­risni eins og hún ger­ist best.

Hof­bräu­kell­er

Hof­bräu­kell­er bjórgarður­inn, en ekki að vill­ast við Hof­bräu­haus, er staðsett­ur á Wiener Platz torg­inu í miðbæ Munchen. Wiener Platz torgið er líf­legt markaðstorg með ýms­um sölu­bás­um, versl­un­um og kaffi­hús­um. Hof­bräu­kell­er bjórgarður­inn bíður upp á 1.400 sæti á hefðbundn­um bjórgarðsbekkj­um á sjálfsaf­greiðslu­svæðinu og um 400 sæti á þjón­ustu­svæðinu.

Þetta er bjórhöllin Hofbräukeller.
Þetta er bjór­höll­in Hof­bräu­kell­er.

Sjálfsaf­greiðslu­svæðið er nær al­veg þakið tjald­himn­um þéttra kast­an­íu­trjáa. Boðið er upp á bæ­verska máltíðir, svo sem Obatzda, Wur­st­sal­at (pylsu­sal­at með ed­iki) og svínarif. Hof­bräu­kell­er bygg­ing­in var byggð 1892.

Sjá nán­ar hér.

Hof­bräu­haus

Fólk alls staðar að úr heim­in­um heim­sæk­ir Hof­bräu­haus, sem stær­ir sig af því að vera fræg­asti bjór­sal­ur heims. Stofnað árið 1589 sem kon­ung­legt brugg­hús kon­ungs­rík­is Bæj­ar­lands, er brugg­húsið er ómiss­andi hluti af sögu München, menn­ingu og mat­ar­gerð og vin­sælt af­drep fyr­ir ferðamenn og heima­menn. Þú munt sjá mörg frá­tek­in borð fyr­ir fasta­gesti, sem kall­ast Stammtisch. Jafn­framt er hægt að gæða sér á girni­leg­um bæ­versk­um mat eins og kálfa­kjötspylsu með sætu sinn­epi og svína­steik.

Hinar frægu pretzel eru vinsælar með bjór og fást hér …
Hinar frægu pretzel eru vin­sæl­ar með bjór og fást hér í Hof­bräu­haus. Ljós­mynd/​Hof­bräu­haus

Sjá nán­ar hér.

Weißes Bräu­haus

Weisses Bräu­haus er sér­hæf­ir sig í Weiss­bier, hveiti­bjór. Sér­hverj­um bjór er lýst ljóðrænt á drykkj­ar­seðlin­um. Á mat­seðlin­um er boðið upp á gam­aldags þýsk­an mat, salöt og græn­met­is­rétti. Ef þú þorir, prófaðu hefðbundna Munchen-rétti: súr­sýrt kálfa­kjöt, svína­lif­ur með ristuðum lauk eða svína­kjötsnýru með steikt­um kart­öfl­um.

Flestar bjórhallirnar brugga sinni eigin bjór meðal annars Weißes Bräuhaus.
Flest­ar bjór­hall­irn­ar brugga sinni eig­in bjór meðal ann­ars Weißes Bräu­haus. Ljós­mynd/​Weißes Bräu­haus

Sjá nán­ar hér.

Der Pschorr

Staðsett­ur við Viktualien­markt torgið. Fyr­ir utan marg­ar mis­mun­andi bjór­teg­und­ir, er Der Pschorr þekkt­ur fyr­ir frá­bær­an mat. Allt hrá­efni er staðbundið, unnið úr afurðum frá bæ­versk­um ald­ing­arði, ost­um frá staðbundn­um mjólk­ur­bú­um og kjöti frá pylsu­fram­leiðend­um í Munchen. Hápunkt­ar á mat­seðlin­um eru Murnau Wer­d­en­felser nauta­kjöt, sjald­gæf naut­gripa­teg­und úr ná­grenn­inu, Pressack pylsa úr svína­kjöti, heima­bakað Obatzda, bæ­verskt osta­álegg borið fram með lauk og graslauks­brauði.

Kranabjórinn á Der Pschorr nýtur mikilla vinsælda.
Krana­bjór­inn á Der Pschorr nýt­ur mik­illa vin­sælda. Ljós­mynd/​Der Pschorr

Sjá nán­ar hér.

August­inerkell­er

August­inerkell­er í Munchen hef­ur borið fram hinn milda Edel­stoff bjór, nýtappaðan úr viðartunnu all­ar göt­ur síðan 1812. Þú get­ur borðað í nota­legri og líf­legri bjór­stofu með göml­um mál­verk­um og ljósakrón­um; hvelf­um loft­un­um, múr­steins­vegg­ir og viðarbekkj­un­um; Veit­ingastaður­inn býður upp á hefðbundna bæ­verska mat­ar­gerð.

Fallegt umhverf er kringum Augustinerkeller.
Fal­legt um­hverf er kring­um August­inerkell­er. Ljós­mynd/​August­inerkell­er

Sjá nán­ar hér.

Paulaner Bräu­haus

Í Paulaner Bräu­haus er bjór­brugg­hefð sem nær aft­ur til árs­ins 1889 þegar bræðurn­ir Eu­gen og Ludwig Thom­as brugguðu sinn fyrsta lag­er­bjór. Í dag er bjór­inn bruggaður í glans­andi kopartönk­um og er bjór­inn jafn­vel bragðbæt­ir í suma af árstíðabundn­um rétt­um á mat­seðlin­um eins og gúllas í bjórsósu. Fyr­ir æv­in­týra­gjarna mat­gæðing­una er hveiti­bjórs sor­bet.

Bjórinn flæðir í glösin í Paulaner Bräuhaus.
Bjór­inn flæðir í glös­in í Paulaner Bräu­haus. Ljós­mynd/​Paulaner Bräu­haus

Sjá nán­ar hér.

Löwen­bräu­kell­er

Þegar Löwen­bräu­kell­er opnaði árið 1883 var það mjög til­komu­mikið. Staður­inn býður ekki aðeins upp á fersk­an Löwen­bräu bjór, held­ur var þetta fyrsti bjór­sal­ur­inn í borg­inni, dúkuð borð með serví­ett­um. Veit­ingastaður­inn er klædd­ur viðargólf­um, hvelfduð loft, ljósakrón­ur og ol­íu­mál­verk. Mat­seðill­inn ber keim af klass­ísk­um bæ­versk­um rétt­um eins og steiktu svína­kjöti í kúmensósu með brauðboll­um og kálsal­ati og ristað svína­kjöt með dumplings og súr­káli.

Gleðin í fyrirrúmi í Löwenbräukeller.
Gleðin í fyr­ir­rúmi í Löwen­bräu­kell­er. Ljós­mynd/​Löwen­bräu­kell­er

Sjá nán­ar hér.

Táknið fyrir Löwenbräukeller.
Táknið fyr­ir Löwen­bräu­kell­er.
mbl.is