Þoldi ekki Ísland en mælir með þessum stöðum

Skoðunarferðir | 12. janúar 2024

Þoldi ekki Ísland en mælir með þessum stöðum

Nýverið birti Annabel Fenwick Elliott, breskur pistlahöfundur á Telegraph, pistil um upplifun sína af því að búa á Íslandi. Hún varð hugfangin af landinu eftir þriggja daga ferðalag árið 2018. Fjórum árum síðar flutti hún til landsins ásamt fjölskyldu sinni en sá fljótt eftir því. 

Þoldi ekki Ísland en mælir með þessum stöðum

Skoðunarferðir | 12. janúar 2024

Þetta eru staðirnir á Íslandi sem heilluðu Annabel Fenwick Elliott.
Þetta eru staðirnir á Íslandi sem heilluðu Annabel Fenwick Elliott. Samsett mynd

Nýverið birti Annabel Fenwick Elliott, breskur pistlahöfundur á Telegraph, pistil um upplifun sína af því að búa á Íslandi. Hún varð hugfangin af landinu eftir þriggja daga ferðalag árið 2018. Fjórum árum síðar flutti hún til landsins ásamt fjölskyldu sinni en sá fljótt eftir því. 

Nýverið birti Annabel Fenwick Elliott, breskur pistlahöfundur á Telegraph, pistil um upplifun sína af því að búa á Íslandi. Hún varð hugfangin af landinu eftir þriggja daga ferðalag árið 2018. Fjórum árum síðar flutti hún til landsins ásamt fjölskyldu sinni en sá fljótt eftir því. 

Í pistlinum segir Elliott Ísland vera frábæran stað til að ferðast á en hræðilegan stað til að búa á. Hún mælir með að allir ferðalangar geri eftirfarandi fimm hluti þegar þeir heimsækja Ísland. 

Kíktu í náttúrulaugar

„Fyrst, Bláa Lónið. Já, þetta er það ferðamannalegasta sem þú getur gert, en ekki að ástæðulausu – þessi hlýja, ljósbláa jarðhitasúpa er dásamleg. Það er bar sem hægt er að synda upp að, kísilleir til að skella á allan líkamann og margt fýsilegt. Ef þú átt peninga til að brenna skaltu skoða Retreat-hótelið á svæðinu,“ segir Elliott.

Hún mælir einnig með ferð í Sky Lagoon, þá helst að kvöldi til, og böðunum í Hvammsvík með útsýni yfir hafið. 

Að mati Elliott er Bláa Lónið ómissandi.
Að mati Elliott er Bláa Lónið ómissandi. mbl.is/Eyþór Árnason

Heimsókn til Vestmannaeyja

„Eitt best geymda leyndarmál Íslands, sem við fréttum ekki einu sinni af fyrr en stuttu áður en við fluttum í burtu, er hin litla eyja Heimaey sem er hluti af Vestmannaeyjum og í aðeins 45 mínútna fjarlægð með ferju frá meginlandinu,“ segir Elliott.

„Hún er heimkynni stærstu lundabyggðar heims og fyrsta griðasvæði hvíthvala, svo dýralífsunnendur verða í skýjunum. Vertu svo viss um að eyða að minnsta kosti einni nóttu í Glamping & Camping í Vestmannaeyjum þar sem þú getur sofið í „rustískum“ Hringadrottinssögulegum skálum rétt við ströndina,“ bætir hún við. 

Elliott segir Vestmannaeyjar vera eitt best geymda leyndarmál Íslands.
Elliott segir Vestmannaeyjar vera eitt best geymda leyndarmál Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Skelltu þér í þyrluflug

Unnusti Elliott starfaði sem þyrluflugmaður á Íslandi þegar þau voru búsett hér, en hún segir hann hafa flogið með fullt af ríkum viðskiptavinum sem hafi reglulega ferðast með þyrlum. „Þeir sögðu stöðugt að þetta væri magnaðasta land sem þeir hefðu flogið yfir, og það er í raun engin önnur leið til að sjá svo mikið af því og frá slíku sjónarhorni á einum degi,“ segir hún. 

Elliott mælir með því að fólk skoði landið í þyrlu.
Elliott mælir með því að fólk skoði landið í þyrlu. mbl.is/RAX

Farðu í ljósmyndaferð

„Ljósmyndaáhugafólk sem eru í leit að fallegum myndum til að fanga í næsta fríi sínu finna varla betri stað en Ísland; það er heilsárssinfónía eldfjalla, jökla, fossa og hvera,“ segir Elliott og mælir með ferðum á vegum franska ljósmyndarans Kévin Pagès.

Íslenska náttúran er algjör draumur fyrir ljósmyndaáhugafólk.
Íslenska náttúran er algjör draumur fyrir ljósmyndaáhugafólk. mbl.is/Rax

Upplifðu Suðurland

Elliott segir suma af áhugaverðustu stöðum landsins vera á suðurlandi, allt frá Seljalandsfossi og Skógafossi yfir í íshella við Kötlu og svarta sandströnd við Vík.

Suðurlandið klikkar aldrei!
Suðurlandið klikkar aldrei! mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is