Matarmikið og djúsí nautasalat fyrir nautnaseggi

Uppskriftir | 13. janúar 2024

Matarmikið og djúsí nautasalat fyrir nautnaseggi

Ef ykkur langar í matarmikið og djúsi salat þá er lag að prófa þetta. Hér er á ferðinni nautasalat með sultuðum balsamik lauk sem bæði bragðgott og matarmikið. Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og lífsstílsbloggara með meiru hjá Gotterí og gersemar. Þetta er sannkallað janúarsalat sem ljúft er að njóta á góðum degi. 

Matarmikið og djúsí nautasalat fyrir nautnaseggi

Uppskriftir | 13. janúar 2024

Girnilegt þetta matarmikla og djúsí nautasalat.
Girnilegt þetta matarmikla og djúsí nautasalat. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Ef ykk­ur lang­ar í mat­ar­mikið og djúsi sal­at þá er lag að prófa þetta. Hér er á ferðinni nauta­sal­at með sultuðum bal­sa­mik lauk sem bæði bragðgott og mat­ar­mikið. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars mat­ar- og lífs­stíls­blogg­ara með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Þetta er sann­kallað janú­ar­sal­at sem ljúft er að njóta á góðum degi. 

Ef ykk­ur lang­ar í mat­ar­mikið og djúsi sal­at þá er lag að prófa þetta. Hér er á ferðinni nauta­sal­at með sultuðum bal­sa­mik lauk sem bæði bragðgott og mat­ar­mikið. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars mat­ar- og lífs­stíls­blogg­ara með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Þetta er sann­kallað janú­ar­sal­at sem ljúft er að njóta á góðum degi. 

Nauta­sal­at með sultuðum bal­sa­mik lauk

Fyr­ir 4

Nauta­sal­at

  • 500 g nauta­lund
  • ½ sal­at­haus
  • 100 g kletta­sal­at
  • 1 stk. krukka sultaður bal­sa­mik lauk­ur frá ORA
  • 250 g jarðarber
  • 125 g hind­ber
  • 1 stk. granatepli
  • 3 lúk­ur furu­hnet­ur
  • 2 lúk­ur kasjúhnet­ur
  • Par­mesanost­ur
  • Grill­krydd
  • Bal­sa­mik dress­ing (sjá upp­skrift að neðan)

Aðferð:

  1. Útbúið bal­sa­mik dress­ing­una.
  2. Grillið eða steikið nauta­lund­ina þar til hún hef­ur náð þeirri eld­un sem þið óskið eft­ir og kryddið eft­ir smekk (ég tók mína af þegar kjarn­hiti var um 55°C og leyfði henni að hvíla í um 15 mín­út­ur áður en ég skar hana).
  3. Raðið sal­ati á stórt fat/​skál, skerið niður jarðarber og losið ber­in úr granatepl­inu.
  4. Ristið furu­hnet­ur og kasjúhnet­ur á pönnu.
  5. Raðið öllu sam­an; sal­ati, bal­sa­mik lauk, jarðarberj­um, hind­berj­um, granatepli, hnet­um og rífið par­mesanost yfir.
  6. Setjið síðan bal­sa­mik dress­ingu yfir eft­ir smekk.
  7. Berið fram og njótið.

Bal­sa­mik dress­ing

  • 140 ml ólífu­olía
  • 70 g bal­sa­mik gljái
  • 3 msk. púður­syk­ur
  • 3 msk. sojasósa

Aðferð:

  1. Vigtið allt í pott og náið suðunni síðan upp, lækkið hit­ann og leyfið að malla þar til syk­ur­inn er upp­leyst­ur.
  2. Setjið út á sal­atið eft­ir smekk.
mbl.is