Ísland er ofarlega á laupalista (e. bucket list) margra ferðalanga fyrir árið 2024, enda þekkt fyrir einstakt landslag, ævintýralegar náttúrulaugar og dansandi norðurljós sem hafa heillað ófáa ferðamenn í gegnum árin.
Ísland er ofarlega á laupalista (e. bucket list) margra ferðalanga fyrir árið 2024, enda þekkt fyrir einstakt landslag, ævintýralegar náttúrulaugar og dansandi norðurljós sem hafa heillað ófáa ferðamenn í gegnum árin.
Ísland er ofarlega á laupalista (e. bucket list) margra ferðalanga fyrir árið 2024, enda þekkt fyrir einstakt landslag, ævintýralegar náttúrulaugar og dansandi norðurljós sem hafa heillað ófáa ferðamenn í gegnum árin.
Á dögunum birtist grein á vef Metro þar sem ferðaþyrstum Bretum er bent á að þeir geti upplifað náttúrufegurð sem svipar til Íslands á ódýrari máta og án þess að stíga upp í flugvél – á ævintýraeyjunni Skíð í Skotlandi.
Í greinninni er sagt frá því að Ísland bjóði gestum sínum upp á margar einstakar upplifanir, eins og hvalaskoðun, töfrandi fossa og dali, og auðvitað hið eftirsótta sjónarspil norðurljósanna. „Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að ferðast eins langt og til Íslands fyrir einstakt landslg, langa sumardaga og norðurljós.“
Eyjan er sögð vera full af sjarma og einstöku landslagi, en þar að auki sé þar að finna dáleiðandi fossa og friðsælar ævintýralaugar sem svipa til þeirra sem finnast hér á Íslandi.
Þá er mælt með að ferðalangar heimsæki Fairy Tail sem er kristaltær blá laug á eyjunni. Nafnið á rætur sínar að rekja í skoska þjóðtrú, en því er haldið fram að álfar flögri um í grendinni og baði sig í laugunum. Yfir sumartímann er algengt að djarfir ferðalangar stingi sér til sunds í lauginni, en hún er þó ísköld allan ársins hring.
Á eyjunni má svo finna hinn svokallaða Old Man of Storr, sem er 55 metra hár tindur úr basaltsbergi sem talið er að hafi orðið til fyrir um 2.800 milljón árum síðan. Þá sjást norðurljós einnig frá eyjunni, en besta sjónarspilið sést frá Glendale á milli október og mars.