„Miðað við óróann sem við erum að sjá þar þá virðist jökulhlaupið hafa náð hámarki seint í gærkvöldi eða í nótt.“
„Miðað við óróann sem við erum að sjá þar þá virðist jökulhlaupið hafa náð hámarki seint í gærkvöldi eða í nótt.“
„Miðað við óróann sem við erum að sjá þar þá virðist jökulhlaupið hafa náð hámarki seint í gærkvöldi eða í nótt.“
Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Jökulhlaupið í Grímsvötnum hófst á fimmtudag og var það talið munu ná hámarki um helgina. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudag vegna hlaupsins.
„Vatnshæð og rennsli heldur áfram að vaxa í ánni eins og er. Það gæti verið að það haldi áfram eitthvað fram eftir en við búumst við lækkun í ánni sjálfri í nótt eða á morgun.“
Bryndís segir engin merki um eldgos á þessari stundu. „Það er enginn gosórói sem við erum að sjá, það eru fáeinir skjálftar sem við höfum séð.“
Hún bendir á að árið 2021 hafi orðið hlaup en ekkert eldgos hafi brotist út í kjölfarið.
„Síðast þegar það varð svona atburðarrás, það er að segja jökulhlaup og gos í kjölfarið, var árið 2004 og þar áður árið 1934 og 1922. Það hafa samt alveg brotist út gos á milli þess.“
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að komi til goss yrði það lítið og stæði yfir í örfáa daga.