Kærasta Gísla Þorgeirs: Vissi að þú myndir spyrja mig að þessu

Íslendingar hita upp | 14. janúar 2024

Kærasta Gísla Þorgeirs: Vissi að þú myndir spyrja mig að þessu

„Stemningin hérna er mögnuð og það eru margir saman komnir hérna þetta er kannski svipað og í Svíþjóð í fyrra en ætli það sé ekki aðeins fleiri mættir til Þýskalands,“ sagði Rannveig Bjarnadóttir, kærasta landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Kærasta Gísla Þorgeirs: Vissi að þú myndir spyrja mig að þessu

Íslendingar hita upp | 14. janúar 2024

Kolfinna Katrín Ingvarsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir á Hofbrähaus í München.
Kolfinna Katrín Ingvarsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir á Hofbrähaus í München. mbl.is/Bjarni Helgason

„Stemningin hérna er mögnuð og það eru margir saman komnir hérna þetta er kannski svipað og í Svíþjóð í fyrra en ætli það sé ekki aðeins fleiri mættir til Þýskalands,“ sagði Rannveig Bjarnadóttir, kærasta landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

„Stemningin hérna er mögnuð og það eru margir saman komnir hérna þetta er kannski svipað og í Svíþjóð í fyrra en ætli það sé ekki aðeins fleiri mættir til Þýskalands,“ sagði Rannveig Bjarnadóttir, kærasta landsliðsmannsins Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Ísland mætir Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í dag en Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrstu umferðinni á meðan Svartfjallaland tapaði naumlega fyrir Ungverjalandi, 26:24.

„Ég skynja ekki beint þessa pressu sem er á liðinu og væntingarnar sem eru gerðar til strákanna. Það er bara þannig í íþróttum að það er upp, upp og áfram, og næsti leikur. Serbaleikurinn er búinn, og þeir eru með hörkulið, og núna er það bara Svartfjallaland,“ sagði Rannveig.

Hjartað slær aðeins hraðar

Gísli Þorgeir er kominn á fulla ferð aftur eftir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar síðasta sumar en Rannveig ekkert stressuð þegar hann keyrir í átt að varnarmönnum mótherjanna.

„Ég vissi að þú myndir spyrja mig að þessu en ég treysti mínum manni þó hjartað slái auðvitað aðeins hraðar þegar hann fer í þessi blessuðu návígi,“ sagði Rannveig sem var því næst spurð hvernig hún fílaði að búa í Þýskalandi en hún flutti út til Magdeburgar á síðasta ári þar sem Gísli Þorgeir spilar.

„Ég elska Þjóðverjann! Þeir geta verið dálítið mislyndir en þeir eru samt geggjaðir“ bætti Rannveig við í samtali við mbl.is.

mbl.is