„Þessi leikur leggst mjög vel í mig,“ sagði Þorbjörn Jensson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.
„Þessi leikur leggst mjög vel í mig,“ sagði Þorbjörn Jensson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.
„Þessi leikur leggst mjög vel í mig,“ sagði Þorbjörn Jensson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.
Ísland mætir Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í dag en Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrstu umferðinni á meðan Svartfjallaland tapaði naumlega fyrir Ungverjalandi, 26:24.
„Ég horfði á leik Ungverjalands og Svartfjallalands og ég á von á mjög erfiðum leik. Svartfellingarnir eru stórir og þungir en á sama tíma eru ákveðnir veikleikar í þeirra liði og þeir eru til dæmis ekki jafn sterkir í varnarleiknum og Serbarnir. Þeir eru hins vegar ekki síðri í sóknarleiknum en Serbarnir þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Þorbjörn.
Hvað er að fara í gegnum hausinn á bæði leikmönnum og þjálfurum svona rétt fyrir leik?
„Núna er náttúrulega mun meira stress en fyrir fyrri leikinn því sá leikur fór ekki eins og menn ætluðu sér. Það sem er hins vegar jákvætt fyrir okkur er að bæði Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon eiga mikið inni og geta spilað mun betur en þeir gerðu gegn Serbíu.“
En hvort er skemmtilegra að horfa á leikinn úr stúkunni eða standa á hliðarlínunni og stýra liðinu?
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á áhorfendapöllunum og það er vissulega mjög sérstakt en það er talsvert meira afslappandi en að vera niðri á gólfi,“ bætti Þorbjörn Jensson við í samtali við mbl.is.