Orðlaus í München

Íslendingar hita upp | 14. janúar 2024

Orðlaus í München

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, það er góð stemning í hópnum, og það eru tugir stuðningsmanna íslenska liðsins komnir hérna saman í mjög góðum gír,“ sagði Hafliði Þór Þorsteinsson, meðlimur í stuðningsmannasveitinni Sérsveitin, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Orðlaus í München

Íslendingar hita upp | 14. janúar 2024

Hafliði Þór Þorsteinsson.
Hafliði Þór Þorsteinsson. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, það er góð stemning í hópnum, og það eru tugir stuðningsmanna íslenska liðsins komnir hérna saman í mjög góðum gír,“ sagði Hafliði Þór Þorsteinsson, meðlimur í stuðningsmannasveitinni Sérsveitin, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, það er góð stemning í hópnum, og það eru tugir stuðningsmanna íslenska liðsins komnir hérna saman í mjög góðum gír,“ sagði Hafliði Þór Þorsteinsson, meðlimur í stuðningsmannasveitinni Sérsveitin, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Ísland mætir Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í dag en Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrstu umferðinni á meðan Svartfjallaland tapaði naumlega fyrir Ungverjalandi, 26:24.

Nær ekki alltaf að fylgjast með

„Ég á von á mikilli stemningu í Ólympíuhöllinni í München á leiknum og ég spái því að við séum að fara vinna þennan leik. Yfirleitt þá er það nú þannig að maður nær ekki mikið að fylgjast með leiknum en maður reynir samt sem áður að fylgjast eitthvað með. Þegar þú ert á trommunum þá er hins vegar mjög erfitt að vera með fulla athygli á leiknum, það er klárt mál,“ sagði Hafliði.

Hafliði Þór er einn af aðaltrommurum Sérsveitarinnar en hann hefur fylgt landsliðinu vel eftir undanfarin ár.

„Ég er mættur á mitt fjórða stórmót og þetta er alltaf jafn gaman. Ég á engin orð til þess að lýsa þessu. Stemningin er alltaf fáránlega og þetta er á einhverjum öðrum stað en alllt annað,“ bætti Hafliði við í samtali við mbl.is.

mbl.is