Þetta er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga

Íslendingar hita upp | 14. janúar 2024

Þetta er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga

„Ég er oft á miklum þvælingi með bæði yngri landsliðunum og svo A-liðunum núna síðustu mánuði þannig að maður er lítið heima hjá sér,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik og stjórnarmaður hjá HSÍ, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Þetta er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga

Íslendingar hita upp | 14. janúar 2024

Guðríður Guðjónsdóttir ásamt eiginmanni sínum og vinum í München.
Guðríður Guðjónsdóttir ásamt eiginmanni sínum og vinum í München. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Ég er oft á miklum þvælingi með bæði yngri landsliðunum og svo A-liðunum núna síðustu mánuði þannig að maður er lítið heima hjá sér,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik og stjórnarmaður hjá HSÍ, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

„Ég er oft á miklum þvælingi með bæði yngri landsliðunum og svo A-liðunum núna síðustu mánuði þannig að maður er lítið heima hjá sér,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik og stjórnarmaður hjá HSÍ, í samtali við mbl.is á Hofbräuhaus í München í dag.

Ísland mætir Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í dag en Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrstu umferðinni á meðan Svartfjallaland tapaði naumlega fyrir Ungverjalandi, 26:24.

Fór á fyrsta stórmótið í fyrra

„Þetta eru algjör forréttindi fyrir mig að fá að vera svona mikið í kringum þetta. Maður spilaði í öll þessi ár og svo hélt maður áfram að starfa með kvennalandsliðinu. Þaðan lá leiðin í stjórn HSÍ og ég fór á mitt fyrsta stórmót sem áhorfandi í Svíþjóð í fyrra ásamt manninum mínum og þegar að við vorum á heimleið þá sögðum við hvort við annað að við myndum svo sannarlega fara aftur á stórmót,“ sagði Guðríður.

Stemningin mögnuð

Mikill fjöldi Íslendinga er saman kominn í München til þess að styðja við bakið á íslenska liðinu.

„Stemningin og stuðningurinn hérna er algjörlega magnaður og Ísland er engu líkt þegar kemur að þessu. Það eru margir stjórnarmenn HSÍ mættir til Þýskalands, bæði til þess að styðja liðið auvðitað og svo bara upplifa þennan stuðning þjóðarinnar á bakvið liðið Þjóðin stendur svo sannarlega með okkur og þetta er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, það er ekkert flóknara en það,“ bætti Guðríður Guðjónsdóttir við í samtali við mbl.is.

mbl.is