Hver var á bak við nornanefið?

Rauði dregillinn | 16. janúar 2024

Hver var á bak við nornanefið?

Dularfullur karakter vakti mikla undrun þegar hann mætti á rauða dregil Emmy-verðlaunanna sem fóru fram í Los Angeles í gærdag. Sumir hræddust hið hálfgerða sambland manns, nornar og skrímslis, en fólk komst þó fljótt að því hver væri undir grímunni og grænu málningunni. 

Hver var á bak við nornanefið?

Rauði dregillinn | 16. janúar 2024

Princess Poppy tók útlitið alla leið!
Princess Poppy tók útlitið alla leið! Samsett mynd

Dularfullur karakter vakti mikla undrun þegar hann mætti á rauða dregil Emmy-verðlaunanna sem fóru fram í Los Angeles í gærdag. Sumir hræddust hið hálfgerða sambland manns, nornar og skrímslis, en fólk komst þó fljótt að því hver væri undir grímunni og grænu málningunni. 

Dularfullur karakter vakti mikla undrun þegar hann mætti á rauða dregil Emmy-verðlaunanna sem fóru fram í Los Angeles í gærdag. Sumir hræddust hið hálfgerða sambland manns, nornar og skrímslis, en fólk komst þó fljótt að því hver væri undir grímunni og grænu málningunni. 

Raunveruleikastjarnan Princess Poppy, sem var meðal þátttakenda í 15. seríu RuPaul's Drag Race, var sú sem stal senunni á rauða dreglinum í ár þakin grænu, bókstaflega frá toppi til táar.

Innblásturinn sótti dragdrottningin meðal annars til þekktra kvikmyndakaraktera á við Jabba the Hutt úr Star Wars og Roz úr Monsters Inc. 

„Ég vildi fara í andstæða átt,“ sagði Princess Poppy við Entertainment Weekly

Meðlimir RuPaul's Drag Race
Meðlimir RuPaul's Drag Race NEILSON BARNARD
mbl.is