Notkunin margfaldast á fimm árum

Ozempic | 16. janúar 2024

Notkunin margfaldast á fimm árum

„Ef við horfum á tölurnar, hvernig einstaklingum hefur fjölgað sem fara á þessi lyf, finnst okkur ólíklegt að það geti eingöngu skýrst af fjölgun sykursýkissjúklinga. Takturinn er miklu meiri en svo. Þessi tölfræðigögn sem við höfum veita okkur vísbendingar um að það sé verið að nota þessi lyf fyrir fólk sem er ekki með sykursýki,“ segir Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, um þá þróun sem sést hefur á notkun sykursýkislyfsins Ozempic.

Notkunin margfaldast á fimm árum

Ozempic | 16. janúar 2024

Kostnaður ríkisins vegna Ozempic jókst um 60% milli ára.
Kostnaður ríkisins vegna Ozempic jókst um 60% milli ára. AFP/Joel Saget

„Ef við horfum á tölurnar, hvernig einstaklingum hefur fjölgað sem fara á þessi lyf, finnst okkur ólíklegt að það geti eingöngu skýrst af fjölgun sykursýkissjúklinga. Takturinn er miklu meiri en svo. Þessi tölfræðigögn sem við höfum veita okkur vísbendingar um að það sé verið að nota þessi lyf fyrir fólk sem er ekki með sykursýki,“ segir Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, um þá þróun sem sést hefur á notkun sykursýkislyfsins Ozempic.

„Ef við horfum á tölurnar, hvernig einstaklingum hefur fjölgað sem fara á þessi lyf, finnst okkur ólíklegt að það geti eingöngu skýrst af fjölgun sykursýkissjúklinga. Takturinn er miklu meiri en svo. Þessi tölfræðigögn sem við höfum veita okkur vísbendingar um að það sé verið að nota þessi lyf fyrir fólk sem er ekki með sykursýki,“ segir Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, um þá þróun sem sést hefur á notkun sykursýkislyfsins Ozempic.

Notkun lyfsins hér á landi, sem og víðar um heim, hefur margfaldast á undanförnum árum. Á síðasta ári fengu 9.020 manns lyfið uppáskrifað. Til samanburðar fengu 5.595 manns lyfið uppáskrifað árið áður.

Jókst kostnaður við greiðsluþátttöku ríkisins um 60% milli 2022 og 2023. Ozempic er skilgreint sem sykursýkislyf og aðeins leyfilegt að skrifa upp á það, með greiðsluþátttöku ríksins, sem slíkt.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Graf/mbl.is
mbl.is