Partírrétturinn fyrir EM-gleðina í kvöld

Uppskriftir | 16. janúar 2024

Partírrétturinn fyrir EM-gleðina í kvöld

Helga Magga heilsumarkþjálfi fór á kostum í eldhúsinu í morgun og setti saman þennan partírétt sem steinliggur fyrir næsta EM-partí. En leikur Íslendinga gegn Ungverjum er í kvöld og hefst klukkan 19:30. Leikurinn mun skera úr um það hvort Íslendingar komist áfram í milliriðilinn á EM í handknattleik í ár.

Partírrétturinn fyrir EM-gleðina í kvöld

Uppskriftir | 16. janúar 2024

Er þetta partíréttur kvöldsins?
Er þetta partíréttur kvöldsins? Ljósmynd/Helga Magga

Helga Magga heilsumarkþjálfi fór á kostum í eldhúsinu í morgun og setti saman þennan partírétt sem steinliggur fyrir næsta EM-partí. En leikur Íslendinga gegn Ungverjum er í kvöld og hefst klukkan 19:30. Leikurinn mun skera úr um það hvort Íslendingar komist áfram í milliriðilinn á EM í handknattleik í ár.

Helga Magga heilsumarkþjálfi fór á kostum í eldhúsinu í morgun og setti saman þennan partírétt sem steinliggur fyrir næsta EM-partí. En leikur Íslendinga gegn Ungverjum er í kvöld og hefst klukkan 19:30. Leikurinn mun skera úr um það hvort Íslendingar komist áfram í milliriðilinn á EM í handknattleik í ár.

Þessi matarmikli nachos partíréttur er mjög fljótlegur. Passar mjög vel í handboltapartíin.

Það sem ég elska við þennan rétt er hvað hann er litríkur, fljótlegur og bragðgóður. Sósurnar frá El taco truck gera allan mat betri og hreinlega erfitt að gera upp á milli hver þeirra er best.

Mínar uppáhalds eru Jalapeno lime sósan, Coriander dressingin og Cheesy sause. Síðan er bara spurning hver  þín uppáhaldssósa,“ segir Helga Magga sem er orðin spennt fyrir leiknum og enn spenntari fyrir að borða réttinn sinn.

Sósurnar flæða með þessum rétti

Sósur sem einnig passa vel með þessum rétti eru: Chili mayo, Roasted garlic mayo, Chipotle mayo, Cheezy jalapeno sause. Habanero salsa sósan á hakkið og yfir réttinn er svo æði fyrir þá sem vilja vel sterkan mat,“ segir Helga Magga dolfallin yfir sósusmakki dagsins eins og sjá má á Instgram-færslunni hennar hér fyrir neðan.

El taco truck nachos

  • 1 msk. olía
  • 1 pk. classic spice mix frá El taco truck
  • 350 g nautahakk
  • Tomato salsita sósa frá El taco truck,út á hakkið (eða habanero salsa frá El taco truck fyrir þá sem vilja vel sterkt)
  • 1 pk. bláar nachos flögur frá El taco truck
  • 1 pk hvítar nachos flögur frá El taco truck
  • 200 g edamame baunir
  • 200 g svartar baunir
  • Rauðlaukur eftir smekk
  • 250 g rifinn ostur
  • Paprika eftir smekk
  • Guacamole frá El taco truck
  • Jalapeno lime mayo
  • Cheezy sauce
  • Ferskt kóríander (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að steikja hakkið upp úr classic spice mixinu, ég notaði rétt rúmlega hálfan pokann.
  2. Dreifið nachosinu á bökunarpappír á ofnplötu, setjið hakkið yfir og svo edamame baunirnar og svörtu baunirnar, rauðlaukinn og ostinn.
  3. Hitið í ofni við 190°C hita í um 10 - 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  4. Takið út og setjið þá papriku og kóríander ofan á ásamt sósunum.
  5. Berið fram með guacamole frá El taco truck ásamt sósunum.
  6. Það er oft gott að bæta smá meiri sósum á hvern bita þegar maður fær sér smakk.
mbl.is