WHO: Bóluefni bjargað 1,4 milljónum mannslífa

Bólusetningar við Covid-19 | 16. janúar 2024

WHO: Bóluefni bjargað 1,4 milljónum mannslífa

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir bóluefni við kórónuveirunni hafi bjargað að minnsta kosti 1,4 milljónum mannslífa í Evrópu. 

WHO: Bóluefni bjargað 1,4 milljónum mannslífa

Bólusetningar við Covid-19 | 16. janúar 2024

Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu.
Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu. AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir bóluefni við kórónuveirunni hafi bjargað að minnsta kosti 1,4 milljónum mannslífa í Evrópu. 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir bóluefni við kórónuveirunni hafi bjargað að minnsta kosti 1,4 milljónum mannslífa í Evrópu. 

Bólusetning sé ástæða þess að fólk njóti lífsins en mikilvægt sé að halda heilbrigðismálefnum á dagskrá. 

Samkvæmt nýjustu gögnum svæðisskrifstofu WHO í Evrópu sem nær yfir 53 lönd, þar á meðal í Mið-Asíu, hafa verið skráð meira en 277 milljónir kórónuveirusmita og meira en 2,2 milljónir dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar.

Fólk nýtur lífsins þökk sé bólusetningum

Yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Hans Kluge, sagði í samtali við fréttamenn: „Núna eru 1,4 milljónir einstaklinga á svæðinu okkar, flestir aldraðir, sem eru til staðar að njóta lífsins með ástvinum sínum vegna þess að þeir tóku þá mikilvægu ákvörðun að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.“

Hann bætir við að fyrstu örvunarskammtarnir einir og sér hafi bjargað um 700.000 mannslífum.

Heilbrigðiskerfið að hverfa af dagskrá ráðamanna

Kluge segir nauðsynlegt að fólk verndi sjálft sig, sérstaklega þeir sem eru viðkvæmastir. Einnig sé nauðsynlegt að ríki Evrópu haldi áfram að byggja upp og fjárfesta í sterku heilbrigðiskerfi. 

Hann bætir einnig við að nauðsynlegt sé að fjármagn sé sett í heilbrigðiskerfið til að koma í veg fyrir skort á heilbrigðisstarfsmönnum og lyfjaskort. Hann hefur vaxandi áhyggjur af því að málefni heilbrigðiskerfisins séu að hverfa af dagskrá ráðamanna. 

„Við gætum verið óviðbúin fyrir einhverju óvenjulegu, eins og nýju alvarlegra afbrigði af kórónuveirunni eða öðrum óþekktum sjúkdómi.“ 

mbl.is