Hið klassíska ostasalat

Uppskriftir | 17. janúar 2024

Hið klassíska ostasalat

Ostasalöt hafa rutt sér til rúms á sælkeraborðum landsmanna og njóta mikilla vinsælda. Fjölmargar útgáfur af ostasalötum er að finna nú orðið og öll bragðast þau ótrúlega vel. Hér er uppskrift að hinu klassíska ostasalati þar sem ostarnir, paprikurnar og vínberin leika aðalhlutverkið og kemur uppskriftin úr smiðju Ingunnar Mjallar sem heldur úti uppskrifta- og lífsstílssíðunni Íslandsmjöll. Þetta ostasalat á vel við í næsta boði, hvers kyns boð sem það er og er það fullkomið í næsta sjónvarpspartí, eins og EM-partíin sem fram undan eru.

Hið klassíska ostasalat

Uppskriftir | 17. janúar 2024

Hið klassíska ostasalat sem kemur úr smiðju Ingunnar Mjallar.
Hið klassíska ostasalat sem kemur úr smiðju Ingunnar Mjallar. Ljósmynd/Ingun Mjöll

Ostasalöt hafa rutt sér til rúms á sælkeraborðum landsmanna og njóta mikilla vinsælda. Fjölmargar útgáfur af ostasalötum er að finna nú orðið og öll bragðast þau ótrúlega vel. Hér er uppskrift að hinu klassíska ostasalati þar sem ostarnir, paprikurnar og vínberin leika aðalhlutverkið og kemur uppskriftin úr smiðju Ingunnar Mjallar sem heldur úti uppskrifta- og lífsstílssíðunni Íslandsmjöll. Þetta ostasalat á vel við í næsta boði, hvers kyns boð sem það er og er það fullkomið í næsta sjónvarpspartí, eins og EM-partíin sem fram undan eru.

Ostasalöt hafa rutt sér til rúms á sælkeraborðum landsmanna og njóta mikilla vinsælda. Fjölmargar útgáfur af ostasalötum er að finna nú orðið og öll bragðast þau ótrúlega vel. Hér er uppskrift að hinu klassíska ostasalati þar sem ostarnir, paprikurnar og vínberin leika aðalhlutverkið og kemur uppskriftin úr smiðju Ingunnar Mjallar sem heldur úti uppskrifta- og lífsstílssíðunni Íslandsmjöll. Þetta ostasalat á vel við í næsta boði, hvers kyns boð sem það er og er það fullkomið í næsta sjónvarpspartí, eins og EM-partíin sem fram undan eru.

Hægt er að bera ostasalatið fram með snittubrauði, súrdeigsbrauði og …
Hægt er að bera ostasalatið fram með snittubrauði, súrdeigsbrauði og góðu kexi að eigin vali. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Hið klassíska ostasalat

  • 1 stk. Mexikóostur
  • 1 stk. Paprikuostur
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1 stk. græn paprika
  • 1 lítil dós ananasbitar
  • 5 cm bútur af blaðlauk (púrrulauk)
  • 1 dós sýrður rjómi (250 g)
  • 150 g létt majónes
  • Vínber eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera ostana í litla bita.
  2. Skerið síðan paprikurnar tvær niður í litla bita.
  3. Sneiðið blaðlaukinn í litlar sneiðar.
  4. Skerið vínberin niður, upplagt er að sneiða hvert vínber í hálft, þversum.
  5. Setjið sýrðan rjóma og majónes saman í skál og hrærið vel saman.
  6. Bætið ostabitunum út í og blandið vel saman.
  7. Bætið síðan paprikubitunum og blaðlaukssneiðum saman við og blandið vel saman.
  8. Opnið ananasdósina og hellið ananassafanum af.
  9. Bætið smávegis af ananasbitum saman við, en þið þurfið ekki að nota alla frekar en þið viljið.
  10. Loks bætið við vínberjum eftir smekk.
  11. Berið fram með góðu kexi eða snittubrauði. Mjög gott er að fá sér ostasalat ofan á hollt og gott frækex líka.
mbl.is