Bandaríska flutningaskipið M/V Genco Picardy, sem siglir undir fána Marshall-eyja, varð fyrir sprengjuárás á Rauðahafi fyrr í kvöld. Nokkrar skemmdir urðu á skipinu, sem þó er enn sjófært en engin slys urðu á fólki.
Bandaríska flutningaskipið M/V Genco Picardy, sem siglir undir fána Marshall-eyja, varð fyrir sprengjuárás á Rauðahafi fyrr í kvöld. Nokkrar skemmdir urðu á skipinu, sem þó er enn sjófært en engin slys urðu á fólki.
Bandaríska flutningaskipið M/V Genco Picardy, sem siglir undir fána Marshall-eyja, varð fyrir sprengjuárás á Rauðahafi fyrr í kvöld. Nokkrar skemmdir urðu á skipinu, sem þó er enn sjófært en engin slys urðu á fólki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandaríkjaher á samfélagsmiðlum.
Svo virðist sem um drónaárás hafi verið að ræða samkvæmt upplýsingum frá breska sjóhernum.
Uppreisnarmenn úr röðum Húta, sem studdir eru af Írönum, hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér en árásin var gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkin settu Húta á lista yfir hryðjuverkasamtök.