Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron, segir Frakkland þurfa að grípa til úrræða til að auka fæðingartíðni í landinu, en hún hafi ekki verið lægri síðan undir lok annarrar heimsstyrjaldar.
Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron, segir Frakkland þurfa að grípa til úrræða til að auka fæðingartíðni í landinu, en hún hafi ekki verið lægri síðan undir lok annarrar heimsstyrjaldar.
Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron, segir Frakkland þurfa að grípa til úrræða til að auka fæðingartíðni í landinu, en hún hafi ekki verið lægri síðan undir lok annarrar heimsstyrjaldar.
Á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Macron mikilvægt að Frakkland myndi „lýðfræðilega endurvopnast“.
Þótti mörgum áherslubreytingar forsetans á fundinum gefa til kynna að hann færðist fjær pólitískri miðju og nær hægrilínunni, en hann hefur átt í auknum erfiðleikum með fylgi við hlið þjóðernissinnaðra hægri flokka.
Vakti það sérstaklega athygli að forsetinn fékk að láni slagorð öfga-hægri mannsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandans Eric Zemmour:
„Frakkland ætti áfram að vera Frakkland.“
Hét forsetinn því að ráða bót á fæðingarorlofi foreldra og berjast gegn ófrjósemi, sem hann lýsti sem tabúi aldarinnar. Í fyrra fæddust um 678.000 börn í Frakklandi en það er um 6,6 prósenta fækkun frá árinu áður.
CIDFF, hjálparsamtök kvenna og fjölskyldna, lýstu þungum áhyggjum af fæðingarstefnu forsetans og sögðu hana mjög andstæða hugmyndum um ákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkömum. Sögðu þeir ummæli forsetans áhyggjuefni sem endurspegli pólitíska og samfélagslega afturför.
„Láttu legin okkar vera,“ sagði Anne-Cecile Mailfert, formaður Kvennastofnunarinnar í Frakklandi á samfélagsmiðlinum X
Ummæli forsetans vekja ekki síður athygli í ljósi þess að franskir þingmen tóku í dag fyrsta skrefið í átt að því að setja ákvæði um þungunarrof í frönsku stjórnarskrána. Þetta verkefni hefur reynst flókið en þingmenn telja orðalag ákvæðisins ýmist ganga of langt eða of stutt.
Macron sjálfur tilkynnti loforð sitt um að tryggja stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í mars. Loforðið kom í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í úr gildi niðurstöðu í dómsmáli sem tryggði rétt til þungunarrofs þar í landi.
Laganefnd franska þingsins samþykkti drög að ákvæði sem myndi veita konum „frelsi“ til að binda enda á meðgöngu, en ekki vildu allir fallast á orðalag um að konur hefðu „rétt“ til þungunarrofs.
Orðalag ákvæðisins endurspeglar erfiðar málamiðlanir minnihlutastjórnar Macrons, sem þarf að fá stuðning þriggja af hverjum fimm þingmönnum í þjóðþinginu og öldungadeildinni til að koma í gegn breytingu á stjórnarskrá.
Þeir sem hafa lýst mestum áhyggjum af áætlun Macron eru fulltrúar hægriflokksins Rassemlement National og Repúblíkanaflokknum í Frakklandi.
Þingkonan Pascale Bordes, meðlimur Rassemlement National, telur áformin vera „mjög langt frá áhyggjum venjulegs fólks“ og fullyrti að réttinum til þungunarrofs í Frakklandi væri „ekki ógnað“.
Emilie Bonnivard, þingkona repúblikana, sagði að flokkur hennar myndi krefjast „jafnvægis á milli rétt til þungunarrofs og rétt barnsins til að fæðast“, sem og „frelsi lækna“.
Vinstri vængur stjórnmála í Frakklandi gagnrýna orðalagið og vill sjá að textinn nefni „rétt“ frekar en „frelsi“ til þungunarrofs.