Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu upp úr klukkan 14 í dag. Skjálftinn hefur verið metinn 4,1 að stærð og átti upptök sín í miðri öskju eldstöðvarinnar.
Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu upp úr klukkan 14 í dag. Skjálftinn hefur verið metinn 4,1 að stærð og átti upptök sín í miðri öskju eldstöðvarinnar.
Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu upp úr klukkan 14 í dag. Skjálftinn hefur verið metinn 4,1 að stærð og átti upptök sín í miðri öskju eldstöðvarinnar.
Skjálfti upp á 2,5 reið þar yfir aðeins nokkrum sekúndum áður. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.
Í tilkynningu hennar er tekið fram að skjálftar af þessari stærðargráðu séu algengir í Bárðarbungu frá goslokum árið 2015.
Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð á aðfangadag, 3,7 að stærð, og þann 24. október í fyrra en sá skjálfti mældist 5,0 að stærð.
Greint var frá því á mbl.is í desember að enn mælist landris í eldstöðinni, en hún hefur risið allt frá því eldgosinu í Holuhrauni lauk í febrúar árið 2015.
„Já, það er áfram landris. Það fór að hraða sér aðeins fyrir nokkrum mánuðum. En mér finnst ólíklegt að við séum að sjá eitthvað annað en langtímamerki þar,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.