Íslenskt skilti vekur furðu erlendis

Furðulegt á ferðalögum | 18. janúar 2024

Íslenskt skilti vekur furðu erlendis

Á dögunum birtist mynd af íslensku skilti í Facebook-hóp þar sem undarleg umferðarskilti, þá aðallega í Bandaríkjunum, eru rædd. Íslenska skiltið vakti mikla athygli og undrun meðal hópmeðlima sem eru alls tæplega 47 þúsund.

Íslenskt skilti vekur furðu erlendis

Furðulegt á ferðalögum | 18. janúar 2024

Mynd sem birtist af upplýsingatöflu á Íslandi í Facebook-hóp á …
Mynd sem birtist af upplýsingatöflu á Íslandi í Facebook-hóp á dögunum. Skjáskot/Facebook

Á dögunum birtist mynd af íslensku skilti í Facebook-hóp þar sem undarleg umferðarskilti, þá aðallega í Bandaríkjunum, eru rædd. Íslenska skiltið vakti mikla athygli og undrun meðal hópmeðlima sem eru alls tæplega 47 þúsund.

Á dögunum birtist mynd af íslensku skilti í Facebook-hóp þar sem undarleg umferðarskilti, þá aðallega í Bandaríkjunum, eru rædd. Íslenska skiltið vakti mikla athygli og undrun meðal hópmeðlima sem eru alls tæplega 47 þúsund.

„Þið öll sem eruð að kvarta yfir flóknum skiltum (t.d. nýlegur póstur frá Virginíu með l-95 gatnamótunum), munið bara ... Það. Gæti. Verið Verra. Dæmi 1: Þetta skilti sem ég fann nálægt Akranesi á Íslandi árið 2003. Ég hef gefið því titilinn: „Það verður spurningakeppni“,“ skrifaði Eric Scouten og birti mynd af íslensku skilti með upplýsingatöflu. 

Skiltið vakti undrun margra og hafa yfir 180 ummæli verið skrifuð við myndina. „Þetta er ... borðspil?“ spurði einn á meðan annar útskýrði að upplýsingatöflur sem þessa væru afar gagnlegar á Íslandi.

Ekki nálægt Akranesi heldur Þingvallavatni

Þegar betur er að gáð virðist skiltið þó ekki vera nálægt Akranesi eins og Scouten segir í póstinum heldur frekar nálægt Þingvallavatni. Það er því engin furða að Scouten hafi þótt upplýsingataflan afar ruglingsleg og flókin, enda þætti eflaust flestum erfitt að rata á Akranes út frá þessu skilti. 

Samkvæmt kortum á Goggle er upplýsingataflan staðsett á Grafningsvegi Efri, en hún blasir við rétt eftir að beygt er inn afleggjarann að Nesjavöllum frá Þingvallavegi. 

Hér má sjá hvar skiltið er staðsett.
Hér má sjá hvar skiltið er staðsett. Skjáskot/Google Maps
mbl.is