Lögregla í Texas brást þegar byssumaður hóf skothríð í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas og myrti 19 nemendur og tvo kennara í maí árið 2022.
Lögregla í Texas brást þegar byssumaður hóf skothríð í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas og myrti 19 nemendur og tvo kennara í maí árið 2022.
Lögregla í Texas brást þegar byssumaður hóf skothríð í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas og myrti 19 nemendur og tvo kennara í maí árið 2022.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að lögregla hefði getað stöðvað skotárásina mun fyrr ef rétt hefði verið brugðist við.
Lögregla skaut að lokum byssumanninn til bana.
Tæplega 400 lögregluþjónar voru á vettvangi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra var frá alríkislögreglunni og ríkislögreglunni í Texas. Mikil óreiða skapaðist þar sem ekki var ljóst hver stýrði aðgerðum og samkvæmt skýrslunni voru aðstæður ekki metnar á réttan hátt.
Það tók langan tíma fyrir lögreglu að átta sig á að um skotárás væri að ræða. Lögreglumenn biðu í meira en klukkustund fyrir utan skólastofur þar sem skotum var hleypt af.
Skotárásin var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna og lögregla í Uvalde hefur setið undir mikilli gagnrýni í kjölfar hennar.
Sagt er að lögreglu hafi mistekist í að forgangsraða björgun óbreyttra borgara fram yfir eigin öryggi. Háttsettir stjórnendur innan lögreglunar hafa verið látnir að taka poka sinn í kjölfarið.
Í stuttu máli má segja að viðbrögðin við hópslysinu í Robb Elementary School 24. maí 2022 hafi verið misheppnuð,“ segir í skýrslu dómsmálaráðuneytisins, sem er um 550 blaðsíður að lengd.
Þá segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát ef lögregla hefði brugðist rétt við.
Árásarmaðurinn hleypti af um það bil 142 skotum inni í byggingunni og fékk að athafna sig innan veggja skólans í 77 mínútur áður en lögregla skaut á hann.