Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur enn á ný verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin á yfir höfði sér ákæru í New Mexico-ríki fyrir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvikmyndatöku á myndinni Rust.
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur enn á ný verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin á yfir höfði sér ákæru í New Mexico-ríki fyrir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvikmyndatöku á myndinni Rust.
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur enn á ný verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin á yfir höfði sér ákæru í New Mexico-ríki fyrir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvikmyndatöku á myndinni Rust.
Tökumaðurinn Haylina Hutchins beið bana af voðaskotinu sem varð í október árið 2021.
New York Times greinir frá.
Ár er síðan Baldwin var fyrst ákærður fyrir manndráp en málið var látið niður falla í apríl. Nýtt teymi saksóknara, Kari T. Morissey og Jason J. Lewis, ákvað að bera málið undir kviðdóm sem hefur nú ákært Baldwin. Í New Mexico-ríki varðar brotið allt að 18 mánaða fangelsi.
Lögmenn Baldwin sögðust í tilkynningu hlakka til að mæta fyrir rétt. Byggir leikarinn á því að honum hafi verið sagt að byssan hafi ekki verið hlaðin auk þess sem hann hefði ekki togað í gikk byssunnar.
Rannsókn á lífssýnum staðfesti þó að hann hafi togað í gikkinn og olli það því að málið var aftur tekið upp.
Tólf manna kviðdómur verður kallaður fyrir dóm í New Mexico-ríki á fimmtudag. Að minnsta kosti átta kviðdómendur þurftu að fallast á að málið teldist hæft til ákæru.
Baldwin er ákærður í tveimur liðum en getur aðeins verið sakfelldur fyrir einn þeirra. Annar ákæruliðurinn snýr að manndrápi af stórkostlegu gáleysi en hinn snýr að ótilhlýðilegri meðferð skotvopna.