Borgin kynnir nýjan stíg í „Perlufestina“

Strætó | 19. janúar 2024

Borgin kynnir nýjan stíg í „Perlufestina“

Gönguleiðin frá biðstöð Strætó við Bústaðaveg hjá Litluhlíð að Perlunni verður endurbætt með stígagerð og nýjum tengingum.

Borgin kynnir nýjan stíg í „Perlufestina“

Strætó | 19. janúar 2024

Skýringarmynd.
Skýringarmynd. Tölvuteiknuð mynd/Landslag

Gönguleiðin frá biðstöð Strætó við Bústaðaveg hjá Litluhlíð að Perlunni verður endurbætt með stígagerð og nýjum tengingum.

Gönguleiðin frá biðstöð Strætó við Bústaðaveg hjá Litluhlíð að Perlunni verður endurbætt með stígagerð og nýjum tengingum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sjá ekki Perluna fyrir skógi

Fram kemur að erfitt hafi reynst fyrir ferðamenn og aðra sem ætla að Perlunni frá Bústaðavegi að átta sig á bestu leið þangað, enda skyggi skógurinn í Öskjuhlíð á Perluna frá biðskýlinu og því sé hún nær ósýnileg.

Á endurbættur stígur að gera aðkomu að Perlunni og Öskjuhlíðinni mun betri fyrir þá sem koma frá Bústaðavegi.

Á endurbættur stígur að gera aðkomu að Perlunni og Öskjuhlíðinni …
Á endurbættur stígur að gera aðkomu að Perlunni og Öskjuhlíðinni mun betri. mbl.is/Árni Sæberg

Vegurinn snjóbræddur

„Annars vegar verður um að ræða sveigða og aðgengilega leið að Perlunni að mestu í legu eldri stígs og hins vegar tröppur, sem nýtast þeim sem geta og vilja fara beinustu leiðina. Þessi leið mun til að mynda einnig nýtast íbúum í Hlíðum vel en stígurinn mun tengjast inn í upplifunar- og heilsubótarstíginn Perlufestina,“ segir í tilkynningunni.

Gert er ráð fyrir að stígurinn verði upplýstur og snjóbræddur.

Umhverfis og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 10. janúar að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna stígagerðarinnar.

mbl.is