„Skjólstæðingur minn hefur verið upplýstur um að dæmda hafi verið látin laus úr fangelsi í Noregi og að hún muni afplána dóm sinn í íslensku fangelsi,“ segir Sjak Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem nú er komin til Íslands til að hefja afplánun tuttugu mánaða dóms sem hún hlaut í Skien í Noregi fyrir viku.
„Skjólstæðingur minn hefur verið upplýstur um að dæmda hafi verið látin laus úr fangelsi í Noregi og að hún muni afplána dóm sinn í íslensku fangelsi,“ segir Sjak Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem nú er komin til Íslands til að hefja afplánun tuttugu mánaða dóms sem hún hlaut í Skien í Noregi fyrir viku.
„Skjólstæðingur minn hefur verið upplýstur um að dæmda hafi verið látin laus úr fangelsi í Noregi og að hún muni afplána dóm sinn í íslensku fangelsi,“ segir Sjak Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem nú er komin til Íslands til að hefja afplánun tuttugu mánaða dóms sem hún hlaut í Skien í Noregi fyrir viku.
„Hans hugur er nú við að sinna börnunum eftir langvarandi flótta þeirra á Íslandi þar sem þau hafa verið einangruð,“ segir hann enn fremur.
Ítrekar Haaheim það sem hann áður greindi frá í viðtali við mbl.is að norsk yfirvöld hefðu nú gert ráðstafanir til að tryggja að ekki verði brotið á rétti barnanna þriðja sinni.
„Skjólstæðingur minn kýs að tjá sig ekki opinberlega um þær ráðstafanir,“ segir lögmaðurinn.
Hann kveður barnsföðurinn enn fremur lýsa ánægju sinni yfir að lögregla á Íslandi hyggist hafa uppi málatilbúnað gagnvart þeim sem voru Eddu til aðstoðar við að fela drengina. „Slíkum samverkamönnum er refsað í Noregi og flestum öðrum vestrænum löndum,“ segir Haaheim að lokum.