NTÍ með 57 milljarða króna sjóð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. janúar 2024

NTÍ með 57 milljarða króna sjóð

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er með 57 milljarða króna sjóð til að greiða fyrir tjón eins og orðið hefur í hamförunum í Grindavík, sem gæti numið meira en 10 milljörðum króna. Tjón allt að 45 milljarða er endurtryggt á alþjóðamarkaði.

NTÍ með 57 milljarða króna sjóð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. janúar 2024

Skemmdir eru víða í Grindavík.
Skemmdir eru víða í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er með 57 milljarða króna sjóð til að greiða fyrir tjón eins og orðið hefur í hamförunum í Grindavík, sem gæti numið meira en 10 milljörðum króna. Tjón allt að 45 milljarða er endurtryggt á alþjóðamarkaði.

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er með 57 milljarða króna sjóð til að greiða fyrir tjón eins og orðið hefur í hamförunum í Grindavík, sem gæti numið meira en 10 milljörðum króna. Tjón allt að 45 milljarða er endurtryggt á alþjóðamarkaði.

Þetta segir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands, í samtali við mbl.is.

Ljóst er að tjónið í Grindavík var mikið fyrir eldgosið nú á sunnudag og hefur það einungis aukist síðan þá.

Ekki er hægt að vita umfang tjónsins fyrr en búið er að meta það og ekki liggur fyrir hvenær það mun nást.

Fyrir eldgosið nú á sunnudag var ekki talið að tjónið yrði yfir 10 milljörðum en núna eftir gosið segir Hulda að það geti vel verið að tjónið sé yfir þeirri upphæð. 

Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, forstjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, á íbúafundi Grindvíkinga fyrr …
Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, forstjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, á íbúafundi Grindvíkinga fyrr í vikunni. mbl.is/Arnþór

Allt tjón umfram 10 milljarða endurtryggt

NTÍ er með endurtryggingar fyrir beinu tjóni sem verður umfram 10 milljarða króna og nemur allt að 45 milljarða. Allt tjón sem fellur undir tryggingu NTÍ er endurtryggt á alþjóðamarkaði af erlendum aðilum. 

Ef tjón er undir 10 milljörðum þá borgar því NTÍ. Hulda segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál enda NTÍ með 57 milljarða króna sjóð.

„Við erum með endurtryggingasamninga, en það liggur á þessari stundu ekki fyrir hversu stór hluti tjónsins mun falla þar undir því við vitum ekki heildarumfang bótanna eins og staðan er núna. Í einstökum atburðum fer beint tjón sem er umfram 10 milljarða inn á endurtryggingasamninginn,“ segir Hulda.

Ekki er öruggt eins og staðan er núna vera í Grindavík og því ekki hægt að meta tjónið. Þar að auki segir Hulda að það ekki sé hægt að ítrekað meta tjón sem kannski mun halda áfram að aukast með frekari jarðhræringum.

Hún segir ómögulegt að tjá sig um það hvenær hægt verður að fara aftur í Grindavík og meta tjónið í heild sinni.

mbl.is