Segja að misskilnings gæti

Rammaáætlun | 19. janúar 2024

Segja að misskilnings gæti

„Einhvers misskilnings virðist gæta hjá nágrannasveitarfélagi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur er alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa,“ segir í yfirlýsingu frá Landsvirkjun í gær.

Segja að misskilnings gæti

Rammaáætlun | 19. janúar 2024

Svona mun Búrfellslundur líta út, gangi áformin eftir.
Svona mun Búrfellslundur líta út, gangi áformin eftir. Tölvumynd/Landsvirkjun

„Einhvers misskilnings virðist gæta hjá nágrannasveitarfélagi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur er alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa,“ segir í yfirlýsingu frá Landsvirkjun í gær.

„Einhvers misskilnings virðist gæta hjá nágrannasveitarfélagi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur er alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa,“ segir í yfirlýsingu frá Landsvirkjun í gær.

Landsvirkjun greindi frá því á miðvikudag að ákveðið hefði verið að auglýsa útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Vindmyllurnar eru boðnar út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sem unnin eru samhliða.

Tilefni viðbragða Landsvirkjunar eru mótmæli Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna vinnubragða fyrirtækisins sem áformar útboð á vindmyllum fyrir Búrfellslund. Kvartar sveitarstjórnin yfir því að fyrirtækið sé að reyna að „fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins,“ eins og segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Hægt er að nálgast umfjölllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is