Þessar stjörnur fagna fimmtugsafmæli sínu 2024

Rauði dregillinn | 19. janúar 2024

Þessar stjörnur fagna fimmtugsafmæli sínu 2024

Það getur stundum verið erfitt eða kannski undarlegt að sjá myndir og afmælisfréttir af átrúnaðargoðum æskunnar, fólkið sem litaði ungdómsárin oft björtum pensilstrokum, sérstaklega þegar það virðast aðeins augnablik frá þeim tíma. Það er þegar maður dásamaði veggspjöld sem þöktu hvern einasta fermetra svefnherbergisins, fór í kerfi yfir nýju tónlistarmyndbandi, taldi niður dagana í næsta sjónvarpsþátt og beið í langri röð við Regnbogann á Hverfisgötu til að sjá Leonardo DiCaprio í Titanic og Kryddpíurnar í Spice World. 

Þessar stjörnur fagna fimmtugsafmæli sínu 2024

Rauði dregillinn | 19. janúar 2024

Þessi hafa öll átt farsæla ferla í skemmtanaiðnaðinum.
Þessi hafa öll átt farsæla ferla í skemmtanaiðnaðinum. Samsett mynd

Það getur stundum verið erfitt eða kannski undarlegt að sjá myndir og afmælisfréttir af átrúnaðargoðum æskunnar, fólkið sem litaði ungdómsárin oft björtum pensilstrokum, sérstaklega þegar það virðast aðeins augnablik frá þeim tíma. Það er þegar maður dásamaði veggspjöld sem þöktu hvern einasta fermetra svefnherbergisins, fór í kerfi yfir nýju tónlistarmyndbandi, taldi niður dagana í næsta sjónvarpsþátt og beið í langri röð við Regnbogann á Hverfisgötu til að sjá Leonardo DiCaprio í Titanic og Kryddpíurnar í Spice World. 

Það getur stundum verið erfitt eða kannski undarlegt að sjá myndir og afmælisfréttir af átrúnaðargoðum æskunnar, fólkið sem litaði ungdómsárin oft björtum pensilstrokum, sérstaklega þegar það virðast aðeins augnablik frá þeim tíma. Það er þegar maður dásamaði veggspjöld sem þöktu hvern einasta fermetra svefnherbergisins, fór í kerfi yfir nýju tónlistarmyndbandi, taldi niður dagana í næsta sjónvarpsþátt og beið í langri röð við Regnbogann á Hverfisgötu til að sjá Leonardo DiCaprio í Titanic og Kryddpíurnar í Spice World. 

Ég viðurkenni því, að mér brá í brún þegar ég sá nýverið að Melanie Chisholm, betur þekkt sem Mel C, er orðin fimmtug. Hún fagnaði 50 ára afmæli sínu hinn 12. janúar síðastliðinn. Þessi uppgötvun kveikti frekari forvitni mína og eru þetta þau sem fagna þessum miklu tímamótum á árinu!

Kate Moss

Breska ofurfyrirsætan fagnaði fimmtugsafmæli sínu með pompi og prakt hinn 16. janúar síðastliðinn í sjálfri borg tískunnar París. Veislan var haldin á Ritz-hótelinu og þema veislunnar var hún sjálf. 

Ofurfyrirsætan Kate Moss.
Ofurfyrirsætan Kate Moss. AFP

Leonardo DiCaprio

Leikari leikaranna, Leonardo DiCaprio, verður fimmtugur 11. nóvember og má hann aldeilis fagna góðu og farsælu ári, en nýjasta kvikmynd hans, Killers of the Flower Moon, hefur hlotið tilnefningar á öllum stærstu kvikmyndahátíðum í Hollywood.

Leikarinn Leonardo DiCaprio.
Leikarinn Leonardo DiCaprio. AFP

Christian Bale

Breski Óskarsverðlaunahafinn Christian Bale verður fimmtugur í lok þessa mánaðar, 30. janúar. Leikarinn á að baki glæstan leikaraferil og lék meðal annars Leðurblökumanninn í The Dark Knight. Um þessar mundir er hann að undirbúa hlutverk í kvikmyndinni The Bride þar sem hann mun tækla sjálfan Frankenstein. 

Leikarinn Christian Bale.
Leikarinn Christian Bale. ANDREW COWIE

Seth Green

Bandaríski leikarinn Seth Green lék í nokkrum af vinsælustu kvikmyndum tíunda áratugarins og fór með hlutverk sonar Dr. Evil í Austin Powers-þrennunni. Green hefur einnig raddað Chris Griffin í Family Guy frá upphafi. Leikarinn fagnar áfanganum hinn 8. febrúar.

Leikarinn Seth Green.
Leikarinn Seth Green. AFP

Melanie Chisholm

Kryddpían Mel C fagnaði tímamótunum 12. janúar síðastliðinn með heljarinnar tónleikum. Söngkonan sýndi og sannaði að hún hefur engu gleymt þegar hún flutti alla helstu smelli sína og Kryddpíanna. 

Söngkonan Mel C.
Söngkonan Mel C. BEN STANSALL

Victoria Beckham

Góðvinkona Mel C, fyrrum Kryddpían og fatahönnuðurinn Victoria Beckham, fagnar einnig fimmtugsafmæli sínu í ár. Þann 17. apríl stígur hún yfir þröskuldinn, en eiginmaður hennar, fyrrverandi fótboltamaðurinn og athafnamaðurinn, David Beckham, fylgir á næsta ári. 

Fyrrverandi Kryddpían og fatahönnuðurinn, Victoria Beckham.
Fyrrverandi Kryddpían og fatahönnuðurinn, Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Eva Mendes

Bandaríska leikkonan og sambýliskona Ryan Gosling, Eva Mendes, verður fimmtug í byrjun marsmánaðar eða þann fimmta. Mendes hefur lítið leikið frá árinu 2013 og nýtir frekar tímann með dætrum hennar og Gosling. 

Leikkonan Eva Mendes.
Leikkonan Eva Mendes. AFP

Alyson Hannigan

Aðdáendur Buffy the Vampire Slayer, American Pie og How I Met Your Mother þekkja vel til leikkonunnar Alyson Hannigan. Hún mun fagna fimmtugsafmæli sínu 24. mars næstkomandi. Spurning hvort hún grípi í flautuna í tilefni dagins!

Leikkonan Alyson Hannigan.
Leikkonan Alyson Hannigan. Jason Merritt

Jimmy Fallon

Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon verður fimmtugur hinn 19. september og má búast við miklu fjöri þegar sá fjörkálfur fagnar þeim tímamótum, en hann er þekktur fyrir að halda góð partí.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon TIMOTHY A. CLARY

Amy Adams

Bandaríska leikkonan Amy Adams, sem heillaði heiminn í hlutverki sínu sem Giselle í kvikmyndinni Enchanted, verður fimmtug hinn 20. ágúst. Adams er einstök leikkona og hefur hún hlotið sex tilnefningar til Óskarsverðlauna frá árinu 2005. 

Leikkonan Amy Adams.
Leikkonan Amy Adams. mbl.isAFP
mbl.is