„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið“

Síldarvinnslan | 19. janúar 2024

„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið“

„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið og erum eðlilega að meta þá kosti sem eru í stöðunni,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður um næstu skref samstæðunnar í ljósi þess að vinnsla dótturfélagsins Vísis í Grindavík sé nú lokuð innan lokunarsvæðis.

„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið“

Síldarvinnslan | 19. janúar 2024

Lítið hefur verið um að vera í fiskvinnslu Vísis í …
Lítið hefur verið um að vera í fiskvinnslu Vísis í Grindavík undanfarna daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið og erum eðlilega að meta þá kosti sem eru í stöðunni,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður um næstu skref samstæðunnar í ljósi þess að vinnsla dótturfélagsins Vísis í Grindavík sé nú lokuð innan lokunarsvæðis.

„Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið og erum eðlilega að meta þá kosti sem eru í stöðunni,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður um næstu skref samstæðunnar í ljósi þess að vinnsla dótturfélagsins Vísis í Grindavík sé nú lokuð innan lokunarsvæðis.

Vinnsla Vísis er ein sú tæknivæddasta á landinu og stóð til að vinna megnið af botnfiskafla samstæðunnar í Grindavík. Mikil verðmæti eru í fiskvinnsluhúsi Vísis enda hefur félagið verið í vöruþróunarsamstarfi við Marel frá árinu 2006.

Spurður hvort það hafi verið til skoðunar að sækja vinnslutækin í Grindavík til að tryggja verðmætin svarar Gunnþór: „Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur undir skemmdum. Svo er bara ekki aðgengi að neinni verðmætabjörgun í Grindavík eins og staðan er núna.“

Hann segir nú unnið að fjölbreyttum lausnum í tengslum við vinnslu afla skipa Síldarvinnslunnar. Meðal annars er verið að vinna hluta af botnfiskafla samstæðunnar í vinnslum félagsins í Þýskalandi.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Aðsend/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Eru til staðar einhverjar áætlanir ef ekki tekst að hefja vinnslu í Grindavík í einhvern lengri tíma?

„Menn hljóta að átta sig á því að þessi óvissa sem er búin að vera í gangi í kringum Grindavík hlýtur að snerta fyrirtækin og þau hljóta öll að vera að búa til sviðsmyndir A, B og C. Það er búið að búa til svolítið mikið af sviðsmyndum síðan 10. nóvember út frá því sem hefur verið uppi hverju sinni. Það er stöðugt verið að meta þetta.“

Gunnþór segir látlausa vinnu standa yfir til að reyna að bregðast við síbreytilegum aðstæðum. „Það hefur verið unnið að ýmsum sviðsmyndum sem hafa brostið daginn eftir, þannig að þetta er bara viðvarandi verkefni hjá okkur eins og hjá öllum sem þetta snertir.“

mbl.is