Hvöttu gesti til að sniðganga ísraelsk fyrirtæki

Ísraelskar vörur sniðgengnar | 21. janúar 2024

Hvöttu gesti til að sniðganga ísraelsk fyrirtæki

Einblöðungum rigndi yfir gesti Kringlunnar í dag undir tilkynningu úr hátalakerfi þar sem viðskiptavinir Kringlunnar voru hvattir til að versla ekki við tiltekin ísraelsk fyrirtæki.

Hvöttu gesti til að sniðganga ísraelsk fyrirtæki

Ísraelskar vörur sniðgengnar | 21. janúar 2024

Einblöðungum um sniðgöngu fyrirtækja sem styðja Ísrael ringdi yfir gesti …
Einblöðungum um sniðgöngu fyrirtækja sem styðja Ísrael ringdi yfir gesti Kringlunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einblöðungum rigndi yfir gesti Kringlunnar í dag undir tilkynningu úr hátalakerfi þar sem viðskiptavinir Kringlunnar voru hvattir til að versla ekki við tiltekin ísraelsk fyrirtæki.

Einblöðungum rigndi yfir gesti Kringlunnar í dag undir tilkynningu úr hátalakerfi þar sem viðskiptavinir Kringlunnar voru hvattir til að versla ekki við tiltekin ísraelsk fyrirtæki.

„Þetta eru fyrirtæki sem styðja og hagnast á stríðsglæpum Ísraelshers og þjóðarmorðinu sem ísraelsk stjórnvöld fremja nú á Palestínumönnum,“ segir í tilkynningu sem aðgerðarsinnar sendu fjölmiðlum í kvöld.

Fyrirtækin sem um ræðir eru tískuverslanirnar Zara, Next og Adidas. Snyrtivörumerkin L’Oréal, Estee Lauder, Mac Cosmetics, Moroccanoil og Clinique. Vegan-matvælafyrirtækið Hälsans Kök, Sodastream, Siemens, lyfjaframleiðandinn Teva, Hewlett Packard og færsluhirðirinn Rapyd.

Skilaboð ómuðu úr hátalarakerfinu

„Á þessari janúarútsölu bjóðum við þér að hætta að versla á meðan Palestínufólk þarf að sitja undir látlausu sprengjuregni,“ ómaði í hljóðkerfinu er miðunum rigndi yfir verslunarmiðstöðina.

„Fleiri en 25 þúsund einstaklingar hafa verið drepnir síðustu þrjá mánuði með stuðningi ákveðinna fyrirtækja sem að við, neytendur getum valið að sniðganga.“   

mbl.is