Var misnotuð í fjögur ár af starfsmanni í grunnskóla

Sterk saman | 22. janúar 2024

Var misnotuð í fjögur ár af starfsmanni í grunnskóla

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman segir 34 ára gömul kona sögu sína. Hún kýs að koma ekki fram undir nafni, en í þættinum segir hún meðal annars frá misnotkun sem hún varð fyrir af hálfu starfsmanns grunnskóla sem hófst þegar hún var tíu ára og stóð yfir til fjórtán ára aldurs. Þátturinn er ekki fyrir viðkvæma.

Var misnotuð í fjögur ár af starfsmanni í grunnskóla

Sterk saman | 22. janúar 2024

Konan kýs að koma fram nafnlaus af hræðslu við ofbeldismenn …
Konan kýs að koma fram nafnlaus af hræðslu við ofbeldismenn sína. Ljósmynd/Sterk saman

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman segir 34 ára gömul kona sögu sína. Hún kýs að koma ekki fram undir nafni, en í þættinum segir hún meðal annars frá misnotkun sem hún varð fyrir af hálfu starfsmanns grunnskóla sem hófst þegar hún var tíu ára og stóð yfir til fjórtán ára aldurs. Þátturinn er ekki fyrir viðkvæma.

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman segir 34 ára gömul kona sögu sína. Hún kýs að koma ekki fram undir nafni, en í þættinum segir hún meðal annars frá misnotkun sem hún varð fyrir af hálfu starfsmanns grunnskóla sem hófst þegar hún var tíu ára og stóð yfir til fjórtán ára aldurs. Þátturinn er ekki fyrir viðkvæma.

„Ég segi söguna mína vegna þess að fólk þarf að vita að það sem hefur komið fyrir mig gerist á litla Íslandi. Ókunnugir nauðga, fólk lendir oft í ofbeldi, misnotkun á sér stað í grunnskólum og fólk í háum stöðum beitir ofbeldi.

Ég trúði því að hann væri kærastinn minn. Þetta er svo brenglað. Ég var byrjuð að hitta einn strák þarna fjórtán ára og þessi maður gerði allt sem hann gat til að skemma það.“

Hún segir frá því hvernig þessi fullorðni maður, sem síðar varð lögreglustjóri, talaði illa um unglingsstrákinn við foreldra hennar til að stía þeim í sundur.

„Ég losnaði á endanum frá honum en þá var hann farinn að sýna annarri stelpu mikla athygli, ég veit ekki hvort það gerðist eitthvað þar en grunar það.“

Hrottaleg nauðgun á útihátíð

Fimmtán ára gömul fór hún ásamt vinkonu sinni á útihátíð en tekur það fram að hún hafi ekki verið drukkin. „Það komu eldri strákar á bíl og sýndu mér áhuga. Þeir báðu mig að koma í göngutúr, sem ég gerði, fóru með mig í gám og nauðguðu mér hrottalega.“

Hún segir frá þessari hrikalegu lífsreynslu þar sem teknar voru myndir af henni og fleira. „Ég gat ekki gengið eðlilega eftir þetta og laug einhverju um hvað hafi komið fyrir.“

Hún upplifir enn þann dag í dag kvíða yfir því að þessar myndir muni einn daginn birtast einhvers staðar en hún veit hvaða menn gerðu henni þetta.

„Ég lenti á borði við hliðina á öðrum þeirra um ári seinna í útlöndum og truflaðist gjörsamlega. Mér var sagt að ég væri bara klikkuð og að haga mér eins og geðsjúklingur en þarna sá ég nauðgara minn og triggeraðist illa.“

Fékk ekki rétta greiningu á Íslandi

Konan er greind með geðhvarfasýki 1 (e. bipolar) og segir frá því hvernig hæðir og lægðir hafa einkennt líf hennar en hún fékk ekki rétta greiningu fyrr en hún flutti erlendis. Hún ber íslenska kerfinu ekki góða söguna en hún hefur, veikinda sinna vegna, þurft að leita sér aðstoðar hjá geðdeildum ásamt annarra deilda innan sjúkrahússins.

Eins og oft vill verða leita þolendur ofbeldis í það sem þeir þekkja og hefur hún lent í mörgum ofbeldissamböndum í gegnum tíðina auk þess sem hún leitar mikið í viðurkenningu frá karlmönnum.

„Ég veit að ég þráði viðurkenningu og það á rætur í æskuna og áföllin. Ég er orðin betri í dag samt.“

Í meðalstóru bæjarfélagi var hún ein á ferð seint um kvöld þegar tveir menn og ein kona réðust á hana og nauðguðu henni og börðu illa. „Ég veit ekkert hvaða fólk þetta var, veit bara að tungumálið var Litháen eða Pólland eða eitthvað svoleiðis. Konan hrækti á mig og sparkaði í mig og eitthvað á meðan þeir skiptust á að nauðga mér.“

Lögreglan brást henni og það staðfesti sú sem hún talar við hjá Stígamótum.

„Mér finnst mikilvægt að fólk viti að það eru ekki bara einhverjir í innsta hring eða sem þú þekkir sem nauðga eða beita ofbeldi, það gerist líka svona bíómyndadæmi á Íslandi, þó ég hafi lent í hinu líka.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is