Að borða litríkt og ferskt!

Uppskriftir | 23. janúar 2024

Að borða litríkt og ferskt!

Heilsumamman Oddrún Helga Símonardóttir veit sitthvað um hollustu. Hún er með matreiðslunámskeið á netinu sem kemur fólki í gang á nýju ári.

Að borða litríkt og ferskt!

Uppskriftir | 23. janúar 2024

Oddrún Helga Símonardóttir leggur áherslu á hollan og litríkan mat …
Oddrún Helga Símonardóttir leggur áherslu á hollan og litríkan mat og hefur haldið ófá matreiðslunámskeið gegnum tíðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heil­sum­amm­an Oddrún Helga Símon­ar­dóttir veit sitt­hvað um holl­ustu. Hún er með mat­reiðslunámskeið á net­inu sem kem­ur fólki í gang á nýju ári.

Heil­sum­amm­an Oddrún Helga Símon­ar­dóttir veit sitt­hvað um holl­ustu. Hún er með mat­reiðslunámskeið á net­inu sem kem­ur fólki í gang á nýju ári.

Nýja árið hefst hjá mörg­um á holl­ustu og meiri hreyf­ingu eft­ir hátíðirn­ar. Marg­ir setja sér það mark­mið að huga bet­ur að heils­unni og er þá mataræðið það fyrsta sem fólk þarf að end­ur­skoða. Þó að hreyf­ing sé okk­ur nauðsyn­leg skipt­ir miklu máli fyr­ir kropp­inn að hann fái góða og holla nær­ingu og minna af vondri fitu og sykri.

Oddrún hef­ur í ára­tug þróað mat­reiðslu­nám­skeið og upp­skrift­ir sem eiga það sam­eig­in­legt að holl­ust­an er þar í fyr­ir­rúmi.

Í eld­hús­inu heima

Eft­ir nám í heil­su­markþjálf­un byrjaði Oddrún að bjóða upp á mat­reiðslu­nám­skeið í eld­hús­inu heima. Í kjöl­farið fór hún víða með nám­skeið en eft­ir covid hóf hún að bjóða upp á net­nám­skeið sem hafa verið vin­sæl.

„Nú er ég með nám­skeið á net­inu þar sem við tengj­umst með zoom eða face­book live og all­ir eru að elda heima í eld­hús­inu hjá sér. Þetta fyr­ir­komu­lag byrjaði í covid en ég hef haldið því áfram því það reynd­ist svo vel og þá get­ur líka öll lands­byggðin mætt á nám­skeið. Nú er ég að bjóða upp á fjög­urra vikna nám­skeið þris­var á ári. Fyr­ir utan net­nám­skeiðin hafa nammi­nám­skeiðin líka verið vin­sæl hjá fyr­ir­tækj­um, hóp­um og sauma­klúbb­um,“ seg­ir hún og seg­ist ein­mitt vera að byrja með nýtt nám­skeið í dag, sunnu­dag.

„Í raun kviknaði áhug­inn hjá mér fyr­ir meira en ára­tug þegar dótt­ur minni leið alltaf svo illa en hún var með mikið mjólkuróþol, exem í húð og melt­ing­in í ólagi. Ég sá þá að mat­ur­inn hafði meiri áhrif en maður áður trúði. Mér fannst á þeim tíma lítið talað um þessi mál og ekki til mörg mat­ar­blogg sem væru með heilsu­upp­skrift­ir, held­ur voru blogg­in þá meira „gour­met“ með rjóma og osti,“ seg­ir Oddrún og seg­ist hafa leitað þá meira í er­lend­ar síður.

„Við tók­um svo mataræðið í gegn og dótt­ur minni fór að líða bet­ur,“ seg­ir Oddrún sem í kjöl­farið opnaði sjálf heimasíðuna heil­sum­amm­an.com. Þar má finna upp­skrift­ir og fróðleik, auk upp­lýs­inga um nám­skeiðin.

Borðið al­vörumat!

Á heim­ili Oddrún­ar er áhersla lögð á ferskt hrá­efni, góð krydd og lit­rík­an mat.

„Í dag eld­um við ótrú­lega fjöl­breytt­an mat. Við eld­um mest frá grunni og ég nota mikið krydd og fersk­ar kryd­d­jurtir, hvít­lauk og engi­fer. Ég komst að því fyr­ir sex árum að ég er með glút­enóþol og ein dótt­ir mín er græn­met­isæta þannig að við erum að brasa ým­is­legt,“ seg­ir hún og hlær.

Hvaða ráð gef­ur þú fólki sem vill bæta mataræðið?

„Það er mik­il­vægt að borða al­vörumat en ekki unn­ar vör­ur. Í janú­ar er rosag­ott að elda góðar súp­ur og pot­trétti sem eru full­ir af græn­meti og svo má ekki gleyma að drekka nóg af vatni og mér finnst fínt að fá mér jurta­te. Svo er góð regla að borða lit­ríkt því marg­ir sem ætla að taka sig á fara oft í mikið af mjólk­ur­vör­um og unn­um til­bún­um pró­tín­vör­um. Betra er að borða fjöl­breytt og mikið af græn­meti og ávöxt­um; lit­ríkt og ferskt!“

Ljúffengt lambagúllas.
Ljúf­fengt lambag­úllas. Ljós­mynd/​Oddrún Helga

Ljúf­fengt lambag­úllas

Fyr­ir 5

  • 1 msk. hitaþolin olía
  • 600-700 g lambag­úllas
  • 1 msk. paprikukrydd
  • 1 msk. óreg­anó eða ít­ölsk krydd­blanda
  • 2-3 tsk shaw­arma-krydd frá Krydd­hús­inu
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 lauk­ur smátt saxaður 3-4 gul­ræt­ur í sneiðum
  • 2 sell­e­rístilk­ar smátt saxaðir
  • 4 dl vatn
  • 1-2 græn­met­is-
  • ten­ing­ar
  • 2 msk. tóm­at­mauk (paste)
  • 2 tsk. kó­kospálma­syk­ur (má sleppa)
  • 1 dl kó­kos­mjólk eða laktósa­frír rjómi
  • Smakkið til með salti og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið olíu í potti.
  2. Setjið kjötið í pott­inn ásamt krydd­inu og steikið í smá stund við lág­an hita.
  3. Bætið lauk og hvít­lauk sam­an við og brúnið aðeins.
  4. Bætið við vatni/​soði og græn­metisten­ingi ásamt tóm­at­mauki og látið malla við lág­an hita í u.þ.b. 1 klukku­stund.
  5. Bætið við vökva ef þörf er á.
  6. Bætið græn­met­inu sam­an við.
  7. Leyfið rétt­in­um að malla ró­lega í 20 mín­út­ur.
  8. Bætið kó­kos­mjólk eða rjóma sam­an við og bragðbætið með salti og pip­ar.
  9. Berið fram með soðnum hýðis­hrís­grjón­um eða kínóa og fersku sal­ati.
Lítur girnilega út þessi karrí- og kókossúpa.
Lít­ur girni­lega út þessi karrí- og kó­kossúpa. Ljós­mynd/​Oddrún Helga

Karrí-kó­kossúpa

Fyr­ir 5

  • 1 msk. hitaþolin olía
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1-2 msk. taí­lenskt karrí frá Krydd­hús­inu
  • 8 dl kó­kos­mjólk (2 dós­ir)
  • 2 tsk. kó­kospálma­syk­ur (má sleppa)
  • 600 ml vatn og 2x græn­metisten­ing­ur
  • 1 msk. tam­arisósa
  • 3-4 meðal­stór­ar gul­ræt­ur og 1 rauð paprika skorn­ar í strimla
  • 2 stilk­ar sell­e­rí smátt skorið
  • ⅓ haus af hvít­káli skorið í strimla
  • (það má bæta við meira græn­meti t.d. brokkólíi)
  • safi af 1 límónu (byrjið á helm­ingn­um og smakkið áður en þið bætið seinni helm­ingn­um sam­an við)
  • Ef þið eruð með fersk krydd við hönd­ina er mjög gott að setja væna lúku af stein­selju, basilíku eða kórí­and­er með.
  • Veljið pró­tín til að setja í súp­una: t.d. soðinn fisk, rækj­ur, kjúk­ling eða linsu­baun­ir (það er miðað við að það sem er sett út í sé eldað svo það er mjög sniðugt að nota af­ganga).

Aðferð:

  1. Hitið olíu í potti og bætið lauk, hvít­lauk og kryddi út á.
  2. Leyfið því að hitna vel.
  3. Bætið af­gang­in­um af hrá­efn­un­um sam­an við og leyfið súp­unni að malla létt í 5-10 mín­út­ur og bætið þá við pró­tíni að eig­in vali (má líka bæta því út í hverja skál eft­ir á).
  4. Þessi súpa verður enn betri ef hún fær að malla lengi.
  5. Það er góð hug­mynd að búa til súp­una, slökkva und­ir og leyfa henni að standa á hell­unni í 1-2 klukku­stund­ir og þá verður hún virki­lega bragðgóð.
Döðluklattarnir kitla bragðlaukana.
Döðluklatt­arn­ir kitla bragðlauk­ana. Ljós­mynd/​Oddrún Helga

 

Stökk­ir döðluklatt­ar

  • 100 g súkkulaði
  • 3,5 dl döðlur, skorn­ar í 2-3 bita hver
  • ½ dl saxaðar hesli­hnet­ur eða aðrar hnet­ur eða möndl­ur

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði.
  2. Skerið döðlurn­ar í bita og setjið ofan í skál­ina þar sem súkkulaðið er.
  3. Blandið hnet­un­um sam­an við og veltið þeim líka upp úr súkkulaðinu. S
  4. kreytið með kó­kos­mjöli, lakk­rís­dufti, pist­así­um eða ein­hverju öðru eft­ir smekk.
  5. Kælið og skerið eða brjótið í bita.
mbl.is