Fylgjast vel með: Fleiri skjálftar en fyrir gos 2011

Grímsvötn | 23. janúar 2024

Fylgjast vel með: Fleiri skjálftar en fyrir gos 2011

„Það sem af er þessum mánuði eru fleiri jarðskjálftar í Grímsvötnum, þar af einn miklu stærri en aðrir, heldur en hefur verið í einum mánuði frá því það gaus 2011,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðelisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Fylgjast vel með: Fleiri skjálftar en fyrir gos 2011

Grímsvötn | 23. janúar 2024

Mynd af Grímsvatnagosi úr safni. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir …
Mynd af Grímsvatnagosi úr safni. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um eldgos í Grímsvötnum en ljóst sé að virkni hafi aukist. Samsett mynd

„Það sem af er þessum mánuði eru fleiri jarðskjálftar í Grímsvötnum, þar af einn miklu stærri en aðrir, heldur en hefur verið í einum mánuði frá því það gaus 2011,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðelisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það sem af er þessum mánuði eru fleiri jarðskjálftar í Grímsvötnum, þar af einn miklu stærri en aðrir, heldur en hefur verið í einum mánuði frá því það gaus 2011,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðelisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það er ekki ekki öruggt merk um að það sé að fara að gjósa, en samanlagt sýnir þetta að virkni í Grímsvötnum fer vaxandi og þá aukast líkur á að það brjótist út gos þar,“ bætir hann við. 

Ómögulegt sé að spá fyrir um það hvenær eldgoss sé að vænta.

„En það þarf að fylgjast vel með Grímsvötnum.“

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/Ragnar Axelsson

Líklega líkara gosunum 1998 og 2004

Talsverðar jarðhræringar hafa orðið við Grímsvötn að undanförnu og þar af varð skjálfti upp á ríflega 4,2 þann 11. janúar.

Síðasta eldgos, árið 2011, þótti óvenju kröftugt. Þenslan í Grímsfjalli mælist meiri nú en í aðdraganda þess goss, en það gefur þó ekki endilega merki um umfang mögulegra eldsumbrota.

„Ef það gýs í Grímsvötnum þá er líklegra að það verði líkara eldgosunum 1998 og 2004, þannig að gosmökkurinn verði kannski 12 kílómetra hár, en hafi ekki mikil áhrif að öðru leyti. Nema þá kannski truflun á flugi ef vindátt er óhagstæð,“ segir Magnús Tumi.

Tveir sigkatlar greinst við eldstöðina

Jökulhlaup úr Grímsvötnum náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku en síðan hefur vatnshæð farið lækkandi og er nú orðin eins og hún var áður. Hlaup hefur stundum verið undanfari eldgoss í Grímsvötnum en það hefur ekki enn raungerst.

Þegar jökulhlaupið hófst var fluglitakóði fyrir eldstöðina færður upp á gult vegna þess að auknar líkur voru á eldgosi í kjölfar þrýstiléttis eftir að vatn flæddi úr Grímsvötnum.

Þar sem jökulhlaupinu er lokið og engar skammtímabreytingar í virkni hafa mælst hefur fluglitakóðinn aftur verið færður niður á grænt. 

Greint var frá því í gær að nýjar gervihnattamyndir hefðu leitt í ljós tvo sigkatla við eldstöðina.

mbl.is