Volaða Land ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna

Óskarsverðlaunin | 23. janúar 2024

Volaða Land ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu.

Volaða Land ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna

Óskarsverðlaunin | 23. janúar 2024

Leikstjórinn Hlynur Pálmason.
Leikstjórinn Hlynur Pálmason. AFP

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu.

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu.

Kvikmyndin komst á stuttlista akademíunnar í flokki alþjóðlegra kvikmynda, en aðeins 15 myndir komust á listann. Alls voru kvikmyndir frá 88 löndum sendar inn. 

Kvikmyndirnar fimm sem hlutu tilnefningu í flokki alþjóðlegra kvikmynda voru The Teachers' Lounge frá Þýskalandi, Io Capitano frá Ítalíu, Perfect Days frá Japan, Society of the Snow frá Spáni og The Zone of Interest frá Bretlandi.

Margverðlaunuð kvikmynd

Mynd­in Volaða Land seg­ir frá ung­um dönsk­um presti, Lucas, sem held­ur til Íslands und­ir lok 19. ald­ar í þeim til­gangi að reisa kirkju og ljós­mynda íbúa eyj­unn­ar. Óvæg­in nátt­úru­öfl­in hafa snemma áhrif á ferðalagið og sam­skipti ný­lendu­herr­ans við ís­lenska sveita­mann­inn Ragn­ar ganga ekki sem skyldi vegna tungu­mála­erfiðleika og menn­ing­armun­ar. Á ferðalag­inu og í leit sinni að æðri mætti þarf prest­ur­inn að kljást við sjálf­an sig and­spæn­is nátt­úr­unni. Löng­un hans til yf­ir­ráða gagn­vart henni verður hon­um að falli.

mbl.is